Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 124
hljóp og hljóp, án afláts, eins og síðustu kraftar lians
leyfðu framast.
Skotdunurnar urðu lægri, líkt og þær fjarlægðust
í aðra átt, og loks þögnuðu þær með öllu.
Metsjik leit nokkrum sinnum við. Það var ekki neina
eftirför að sjá. Yfirkominn af mæði kastaði hann sér-
undir þann runnann, sem fyrst varð fyrir. Hjartaðbarð-
ist ákaft. Hann lagði hendurnar undir vangann, hnipr-
aði sig í kút og lá nokkrar mínútur lireyfingarlaus, með
augun livesst fram undan sér. Tíu skref frá honum, þar-
sem sólin náði að skína, sat bröndóttur íkorni á grannri,
hlaðlausri hirkihríslu, sem var beygð til jarðar, og
horfði á hann með gulum, fávíslegum músaraugum.
Allt í einu settist Metsjik upp, greip höndunum um
höfuð sér og stundi hátt. íkorninn ýldi felmtraður og
stökk hurtu gegn um grasið. Augu Metsjiks voru sturl-
uð. Hann reif hár sitt með trylltum höndunum og bylti
sér á jörðinni með aumkvunarlegu umli. . .. „Hvað hefi
ég gert? . .. ó-ó-ó- . .. Hvað liefi ég gert?“, endurtók
liann og velti sér á olnbogana og magann. Með hverju
andartaki, sem leið, skildi liann betur, livað fyrstu þrjú
skotin táknuðu og allur bardaginn, sem fylgdi á eftir
þeim. Með hverju andartaki varð honum hin sanna þýð-
ing flótta síns augljósari, óbærilegri og smánarlegri.
— „Hvað hefi ég gert, hvernig gat þetta hent mig? — -
Ég sem er svo góður og heiðarlegur piltur og óska eng-
um ills, ó-ó, . .. Ilvernig gat ég fengið mig til þess?“
Því viðurstyggilegri og svívirðilegri, sem verknaður hans
kom honum fyrir sjónir, þvi flekldausari og göfugri
fannst honum hann hafa verið fyrir þennan verknað.
Og hann ásakaði sig ekki svo mjög fyrir það, að liann
hafði orðið þess valdandi, að tugir manna, sem reiddu
sig á liann, létu lífið, heldur tók hann það sárast, að
hinn óafmáanlegi, viðurstyggilegi bletlur þessa verkn-
aðar var í mótsögn við allt annað, sem liann fann hjæ
sjálfum sér.
124