Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 126
yfir ákvörðun sína dapurlegum blæ óumflýjanleikans.
Með erfiðismunum bældi hann niður hjá sér gleðitil-
finninguna, blygðunina og óítann við, að ákvörðun hans
mundi elcki komast í framkvæmd.
Sólin var komin fram hjá litlu, bognu birkihríslunni,.
sem nú var öll í skugga. Metsjik tók skammbyssuna
og slöngvaði henni langt inn í runnann. Síðan leitaði
hann að uppsprettu, þvoði sér og settist niður. Hann
hafði sig enn ekki í að fara út á veginn. „Kannske eru
þeir hvítu þar ennþá eftir allt saman?“ hugsaði hann
kvíðinn. Hann hlustaði á, hvernig lækjarseyran seitlaði
í grasinu. . ..
„Stendur það ekki á sama?“ hugsaði Metsjik, af þeirri
einlægni og raunhyggju, sem honum þegar tókst sjálf-
um að finna undir kynstrum allskonar viðkvæmra, sam-
úðarríkra hugleiðinga.
Hann andvarpaði djúpt, hneppti skyrtuna og hélt
hægt af stað í áttina þangað, sem vegurinn til Tudo
Vaki átti að vera.
Levinson vissi ekki, live lengi liann hafði verið milli
vita, honum fannst það hafa verið óratima, en raun-
verulega var naumast liðin ein mínúta, — en þegar
hann rankaði við sér aftur, fann hann sér til mikillar
undrunar, að hann sat eftir sem áður í hnakknum, hafði
bara misst sverðið. Framan við sig sá hann brúnt fax-
ið á hestinum og blóðugt eyra hans.
Nú fyrst tók hann eftir skotunum og skildi til fulln-
ustu, að þeim var beint að honum, — lcúlurnar þutu
hvínandi um höfuð honum. En jafnframt varð honum
ljóst, að skotin komu aftan frá og versta hættan var
yfirstaðin. í þessum svifum náðu honum tveir reið-
liðar. Það voru Varja og Gontsjarenko. Það blæddi úr
vanga Gontsjarenlcos. Levinson mundi nú eftir liðsveit-
inni og leit við. Það var enga liðsveit að sjá. Vegurinn
var allur þéttsettur manna- og hestalíkum, — nokkrir
reiðliðar, með Kubrak fremstum, hleyptu á eftir Levin-
126