Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 128
enko og horfði alvarlega á liina stóru hönd sina, sem
liélt taumnum með beinamiklum fingrunum.
Varja, sem reið við hlið hans, samanhnipruð i hnakkn-
um, kastaði sér allt i einu fram á makka hestsins og
brast í háværan, móðursjúkan grát. Langar, sundur-
flakandi flétturnar löfðu næstum þvi til jarðar og titr-
uðu. Hesturinn blakaði eyrunum þreytujlega og lyfti
hangandi flipanum. Tsjisj leit út undan sér á Vörju,
fór að kjökra og sneri sér undan.
Augu Levinsons hvildu enn um stund á hópnum, svo
var eins og liann liryndi saman, hann livarf inn í sjálf-
an sig, og allir tóku nú skyndilega eftir þvi, hvað hann
var orðinn veikhurða og gamall. En hann fyrirvarð sig
ekki lengur fyrir vanmátt sinn og dró ekki dul á hann.
Hann horfði niður fyrir sig, deplaði hægt hinum löngu,
votu augnahárum og tárin hrundu niður i skeggið . ..
Menn hans litu undan til að missa ekki stjórnar á sjálf-
um sér.
Levinson sneri hesti sinum við og reið liægt á und-
an. Liðsveitin fylgdi á eftir honum.
— Vertu ekki að gráta, til hvers er það svo sem, sagði
Gontsjarenko, eins og hann hefði samvizkubit, og tók
utan um öxlina á Vörju.
Hvað eftir annað, þegar Levinson loks liafði tekizt
að ná valdi yfir sér, leit hann við að nýju, líkt og úti
á þekju, og i hvert skipti minntist hann þess, að Bak-
lanoff var fallinn og fór aftur að gráta. Og þannig riðu
þeir út úr skóginum, nitján saman.
Skógurinn opnaðist allt í einu út að víðum sjónhring,
hvelfdur, blár himinn og sterkrauð flatneskja, sem
teygði sig í allar áttir eins langt og augað eygði, böðuð
i sól. Annars vegar, í jaðrinum á pílviðarfláka, lá
þreskireitur með gullnum kollum fitugljáandi korn-
stakanna. Þar gekk lífið sina hversdagslegu braut, há-
vært, glatt og stritandi. Fólkið iðaði til eins og litlar,
marglitar bjöllur, kornbindin flugu, vélarnar hömruðu
128