Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 129
háttfast og þurrt og gegn um ský af glitrandi kornliýð-
um og ryki heyrðust ákafar raddir og liáir, klingjandi
lilátrar stúlknanna. Handan við ána gnæfðu fjöllin við
himin í bláum ljóma, en földu rana sina i gullokkuð-
um skóginum. Yfir hnjúkóttar brúnirnar streymdi gagn-
sær flaumur hvítra sólroðinna skýja ofan í dalinn, ólg-
andi og freyðandi eins og spenvolg mjólk.
Augu Levinsons voru enn vot af tárum, þegar liann
horfði á þennan víða himin, þessa jörð, sem gaf fyrir-
heit um brauð og frið, þetta ókunna fólk á þreskireitn-
um —- bráðum verður liann að tengjast því sömu nánu
böndunum, sem tengja hann við þessi átján, sem riða
þögul á eftir honum — liann hætti að gráta: maður
varð að lifa og rækja sínar skyldur.
Gísli Ásmundsson þýddi.
A. Fadejeff er ungur rússneskur rithöfundur. Kaflinn, sem hér
birtist eftir hann, er endir samnefndrar skáldsögu, sem hlotið
hefir miklar vinsældir i Sovétríkjunum. Sagan gerist í Síbiríu
á árum borgarastríðsins og lýsir lífi og baráttu sjálfboðaliðs-
deildar einnar, sem umkringd er hvítliðum og naumast á nokkra
von undankomu. Höfuðpersónurnar eru fjórar: Levinson, for-
ingi liðsveitarinnar, hinn þrautseigi byltingarmaður, sem með
járnvilja sínum heldur uppi kjarki og aga liðsveitarinnar, en
dylur vanmáttartilfinningu sína og viðkvæmni til hins ítrasta
fyrir hinum hjartfólgnu en óupplýstu félögum. Moroska, fábrot-
inn, þróttmikill bóndasonur, sem liefir gengið í byltingarher-
inn af óljósri eðlishvöt, fremur en skilningi á því, hvað var að
gerast. Varja, kona hans, tilfinningarík, sterk bændastúlka, hjúkr-
unarkona liðsveitarinnar, og Metsjik, ungur, fíngerður borgara-
sonur, sem árangurslaust reynir að samlaga sig hinum frum-
stæðu mönnum og gefst að lokum upp, eftir að hafa brugðizt
félögum sínum á úrslitastundu. f sögulok er skýrt frá tilraun
liðsveitarinnar til að brjótast gegnum víglínu hvítliðanna. Megin-
þorrinn fellur, en fyrir hinum nítján, er af komast, liggur hið
erfiða hlutverk að safna um sig nýrri liðsveit og halda bar-
áttunni áfram, þrátt fyrir allt. Þýð.
129