Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 131
Komdu með mér á göngu undir haustsins himni.
Sjóndeildarhringirnir hvolfþök blánandi þenja
yfir daganna dýriega Ijóma
og regnbogarnir hefja sín perluhlið
yfir haustrauða skóga og bæi ilmandi af korni.
Við skulum ganga, ganga lengi, lengi
og finna á vegi okkar þjáningar, áhyggjur, örbirgð
og angandi stundarhamingju á götubarmi
og mæta hinu ókomna ávalt með dýrlegum vonum —
Kannske þú gleðina hittir í ókunnu húsi
og hljótir þinn rauðasta koss yfir grind við veginn —
en láttu ekki fjötrast, stöðvast — en gakktu, gakktu.
Elskaðu allt, sem kemur, og aldrei varð áður,
allt, sem streymir og flýtur —.
Kom og reika undir regnboga í september með mér.
*
Kom með götur og verksmiðjur, gnýmiklar borgir,
lát sól í reyknum hlæja rauðum hlátri,
lát hljóma um iðjuverin pípu Pans
og slöngva yfir bisandi vélarnar sefgrænum söngvuml
Komdu undir vorsins tré með unga ást
og hatur myrkt á milli sótugra veggja.
Lát stúlku með glórauðan munn á grárri steintröppu syngja,
lát barnunga beisklega gráta yfir glötuðum skilding,
lát vél með ældsnöggu stálbiti höggva af handleggi —
Aðeins eitthvað af eldi, lifi, fordæming, fegurð,
eitthvað, sem rótar við oss og lætur oss loga,
eða gefur oss kjaftshögg og gerir oss auðmjúka, aumat
Magnús Ásgeirsson þýddi.
131