Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 135
þætti liinna þjóðlegu fræða. Sagnir um afturgöngur,
gerninga og fyrirburði eru skilgetið aflcvæmi þess geigs,
sem heltók þjóðina í hinni hatramlegu haráttu fyrir
líftórunni.
Og enn eitt einkenni hinnar fornu menningar. Dá-
lætið á hinum fornu bókmenntum og liin undraverða
þekking alþýðunnar á þeim.
Hvert áttu gáfaðir og fróðleiksfúsir alþýðumenn frem-
ur að heina þekkingarþorsta sinum og fegurðarþrá en
til hinna fornu bókmennta? Og eru það nokkur býsn,
að fortíðin með sinni rómantisku fjarlægð og forgyll-
ingu yrði slíkum mönnum aðdáun og fyrirmynd?
Á þeim góðu og gömlu dögum, þegar hin forna sveita-
menning var í fyllingu tilverunnar, var guðsótti mikill
meðal almúgans. Guðsorð var um hönd liaft á liverju
heimili árið um kring og frá veturnóttum til sumarmála
hvern virkan dag. Var ekki eðlilegt, þegar öryggisleys-
ið var svo mikið um alla timanlega afkomu fólksins,
að það reyndi þó að tryggja sér svolítið skárri aðbún-
að eftir dauðann? Aulc þess liafði svo guð liönd i bagga
með rás viðburðanna, tíðarfarinu, skepnuböldunum o.
s. frv., svo sjálfsagt var að tryggja sér aðstoð hans
eftir því sem unnt var. í stuttu máli, allt það, sem
fram kom af tækni og menningarviðleitni hjá hinni
frumstæðu bændaþjóð, er sem sjálfsvörn hennar í lífs-
baráttunni — leit að uppbót fyrir hið tapaða af verð-
mætum lífsins.
Það má deila um, livort þetta beri að telja menn-
ingu eða ekki. En það, sem að framan er greint, er
ekki annað en upptalning staðreynda, sem ekki verð-
ur um deilt.
Líka er óþarfi að fyllast væminni aðdáun yfir þess-
um staðreyndum og láta sem liér sé um eitthvert drott-
ins furðuverk að ræða. Hér er aðeins um að ræða einn
tiltölulega lítinn þátt í baráttu fátækrar og kúgaðrar
alþýðu fyrir lifi sínu.
135