Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 136
III.
Því aðeins hefir verið á þetta drepið, að ekki verð-
ur gerð grein fyrir núverandi menningarástandi sveit-
anna, nema taka með í reikninginn þann þátt, sem það
er undið úr að liálfu leyti og nú hefir verið lýst.
Hinn þátturinn, hin horgaralegu menningaráhrif,
kemur fyrst til greina upp úr aldamótum, er borgara-
stétt þessa lands tók að vaxa fiskur um lirygg, jafn-
framt því sem atvinnuvegirnir fjármögnuðust og stór-
iðjan (togaraútgerðin) liófst. Borgarinn kom inn í líf
sveitamannsins með nýjar kröfur — ný lífsviðhorf —
ný loforð. Hann rýmdi hurtu úr hug sveitamannsins
fornaldarhetjunum, huldufólkinu og prinsinum í ævin-
týrinu og skaut jafnvel sjálfum guði drjúgan spöl til
hliðar.
Lífið sjálft — raunveruleikinn — liafði færzt nær
sveitamanninum. Ýms tækifæri og möguleikar, sem áð-
ur voru aðeins liugarórar, eða þá alveg óþekkt, brut-
ust fram sem veruleiki, nærri því áþreifanlegur. Lífs-
skoðanir borgarans ruddu sér til rúms i liug hans, en
liin gömlu viðhorf fjarlægðust að sama skapi. Hann
lærði borgaraleg slagorð og þau hrifu liann með sér
um stundarsakir. Setningar eins og: Fagrar hugsjónir,
Hátt takmark, Island fyrir Islendinga og Islandi allt,
urðu honum trúaratriði og töfraorð, eggjuðu hann til
baráttu fyrir fyllra og fegurra lífi. En hann megnaði
hinsvegar ekki að útfæra þau í silt daglega líf, sam-
ræma þau hinni raunverulegu baráttu fyrir bættri lífs-
afkomu. Þess vegna urðu þau brátt dauður bókstafur,
óvirkur í baráttunni fyrir liinu daglega lífi.
En borgarinn sjálfur hélt áfram að verða fyrirmynd
hans, enda þólt liann breyttist og leiðir þeirra lægju
æ lengra hvor frá annari, hagfræðilega séð. Löngun
sveitamannsins til þess að tileinka sér menningu borg-
arans hélt áfram að verða söm við sig. Jafnframt því
var borgaranum ljúft af miðla honum af menningu
136