Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 137
sinni og móta lífsskoðanir hans. Hann skrifaöi fyrir
hann blöð og bækur, talaði við hann á mannfundum
og i gegnum útvarp, og þar fram eftir götum.
En hvernig liefir þá sveitamanninum gengið að til-
einka sér menningu borgarans? Að sumu leyti vel. Að
sumu leyti ákaflega illa.
Upplýstur nútímahóndi hefir náð hugsunarhætti borg-
ans alveg furðanlega, og sé hann sæmilega í álnum,
alveg prýðilega. Með þvi að lesa blöð borgarans og
hlusta á útvarp hans, veit hann á hverjum tíma, hvað
borgarinn liefir til málanna að leggja.
En þrátt fyrir hinar rnildu breytingar, sem orðið liafa
á liugsunarhætti sveitafólksins og háttalagi öllu, siðan
um aldamót, þá hefir fjárhagsafkoma þess og allar hag-
rænar ástæður hreytzt lilutfallslega langt um minna og
það er ekkert nálægt því, að hagrænar ástæður alþýðu
í sveitum séu svo góðar, að þær beri uppi — eða geti
borið uppi borgaralega menningu. Hún er vaxin upp
við allt önnur skilyrði en menning hóndans og krefst
betri fjárhagslegrar undirstöðu en hú einyrkjans er
megnugt að láta í té.
Eigi að síður liafa hin borgaralegu menningaráhrif
flutt sveitunum ýmislegt gott og gagnlegt, svo sem auk-
ið hreinlæti, bætta heilsuvernd, nokkurt íþróttalíf og
félagsskap ýmiskonar, misjafnlega gagnlegan þó. Hins-
vegar hafa þær ekki farið varhluta af spillingu þeirri,
sem nú grefur sem óðast um sig i borgarastéttinni. Má
þar nefna vaxandi vinnautn, vaxandi skeytingarleysi
um félagsleg vandamál og minnkandi áhuga fyrir sjálfs-
námi, sem þó hefir verið talin skærasta stjarnan á
himni íslenzkrar sveitamenningar.
Einangrun sveitanna hefir verið við hrugðið. Ætla
mætti að sú einangrun fari rénandi með vaxandi menn-
ingu og útbreiðslutækjum, svo sem blöðum, bókum,
síma, útvarpi og þessháttar.
En þrátt fyrir þessi tengsl við umheiminn, hefir hin
137