Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 138
menningarlega einangrun ekkert minnkað. Borgarastétt-
in hefir öll þessi tæki í sínum höndum og þar með ræð-
ur hún því, hvað ibúar sveitanna fá að vita og livað
þeir fá ekki að vita. Hér skal ekki farið frekar út í
að rökræða, hvort þessi menningareinangrun sé sveit-
unum til ábata eða tjóns, heldur er liér aðeins verið
að skýra frá óvefengjanlegri staðreynd.
IV.
Til frekari skýringar því, er nú hefir verið greint,
skal litið lauslega yfir þær menningarlindir, sem íbúar
sveitanna eiga kost á að hagnýta sér. Skal þar til nefna:
1) Stjórnmálablöð, 2) Lestrarfélög og bókasöfn, 3) Ung-
mennafélög, 4) Samvinnufélög, 5) Héraðsskóla og 6)
Útvarp.
1) Hver bóndi heldur málgagn þess flokks, sem liann
greiddi atkvæði við síðustu kosningar. Þetta eina l)lað
les hann svo mjög gaumgæfilega, en önnur ekki, nema
sérstaklega standi á, því liann er vanalega sannfærður
um, að hvert orð, sem í þeim stendur, sé ýkjur eða
lýgi. Þetta heitir „að vera góður flokksmaður“ og „fylgj-
ast vel með í pólitík“. Um blöðin sjálf skal ekki rætt
hér.
2) í flestum sveitum er lestrarfélag, eða bókasafn.
Stofnunum þessum stjórna venjulega menn, sem telja
það sína æðstu skyldu gagnvart þeim að sjá um, að
ekkert slæðist inn í þau, sem talizt geti til hættulegra
bóka. Reyfarar og glæpamannasögur er þó ekki undan-
skilið. En bækur, sem fjalla um marxisma eða eru skrif-
aðar undir áhrifum proletariskrar menningar, er forð-
ast að kaupa í þessi bókasöfn. Bókalestur fer yfirleitt
minnkandi.
3) Ungmennafélögin unnu æskulýð sveitanna mikið
gagn, meðan þau voru á sínu blómaskeiði. Þau vöktu
hjá honum starfslöngun og þrá eftir fyllra lífi. Hins-
138