Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 140
fátækasta situr þó heima) og hvaða erindi skyldi það-
eiga?
Það er fyrst og fremst á flótta frá einangrun, striti„
kulda og myrkri hinna fátæku afskekktu einyrkja-
heimila.
f skólanum lærir það eitthvert hrafl af almennum
fræðum. Það hvílist. (Unglingar frá einyrkjalieimilum
hafa flestir unnið meir en þeir máttu í uppvexti). Það
lærir að synda, danza og leika sér. Þvi líður í stuttu
máli vel. í skólunum er því sagt, að nóg verkefni séu
fyrir það í sveitinni, bara ef það vilji taka á sig rögg_
Þetta er útþvælt horgaralegt slagorð. En unga fólkið-
i skólunum tekur þetta ekki alvarlega. Það stríðir svo
gegn staðreyndunum, sem það liefir komizt í kynni við_
Sumt reynir því að olnboga sig áfram til frekará
náms, í von um einhverja ólíkamlega atvinnu að námi
loknu, annað hverfur inn í verklýðsstétt bæjanna. Að-
eins það, sem á þess engan kost að hverfa inn á fyrr-
taldar brautir eða hefir óvenju góða aðstöðu til af-
komu i sveitunum (stórhændasynir), hverfur til sinna
fyrri heimkynna.
Það er því mikið vafamál, að héraðsskólarnir nái
frumtilgangi sínum, að bræða saman baugabrol sveitar
menningarinnar. Til þess eru þeir um of gersneyddir
skilningi á þeim félagslegu vandamálum, sem nemend-
ur þeirra þurfa að fá lausn á.
Á meðan þeir taka ekki jákvæðan þátt í baráttu
hinnar uppvaxandi alþýðuæsku sveitanna fyrir sóma-
samlegri lífsafkomu, er þess engin von, að þeir verði
brautryðjendur í því að skapa lieilsteypta glæsilega
sveitamenningu.
6) Svo skammt er siðan, að útvarpið hóf starfsemi'
sina liér á landi, að ekki er unnt að slá miklu föstu
um það, liver áhrif það hafi á menningu sveitanna. Og
auk þess vantar mikið á enn, að það nái til alls al-
múga út um byggðir landsins. Þó má fullyrða, að það'
140