Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 142
það les. Það lilustar á útvarp með hálfsofandi athygli
og skoðar það sem eina af stærri þjáningum lífsins, ef
flutt er erindi á skemmtisamkomu, áður en hyrjað er
að danza.
Bollaleggingar um að hræða saman hina fornu sveita-
menningu og menningu horgarastéttarinnar eru ekki
annað en fimbulfamb. Lífsskoðun sú, sem liggur til
grundvallar hinni borgaralegu menningu, er í óleysan-
legri mótsetningu við ástæður sveitafólksins og lífs-
baráttu þess.
En frá þessari mótsetningu stafar losið, stefnuleysið
og sljóleikinn í liugsunarhætti almennings. Þessi fyrir-
brigði sjá borgararnir og óttast, skilja ekki, en vilja
lielzt kenna kommúnistum. Þetta er þó afarhæpið, af
þeirri einföldu ástæðu, að mikill meiri hluti fólks í
sveitum hefir engin kynni haft af kommúnisma, önn-
ur en róg borgarastéttarinnar.
Sveitamenningin gamla var heilsteyiit, — vaxin upp
úr baráttu fólksins fyrir tilverunni.
Sveitamenning nútímans er í brotum, — í ósamræmi
við haráttu fólksins.
Enginn skyldi þó ætla, að nú beri að hverfa á ný
til kjötkatlanna í Egyptalandi, hinnar fornu menningar.
Eins og nú horfir við, myndi slíkt þýða sama og full-
komin uppgjöf — afturhvarf til algerðs menningarleysis.
Félagsleg afstaða okkar nútímasveitamanna er önnur
en feðra okkar. Yið stöndum gagnvart vandamálum,
sem við verðum að leysa í sambandi við afkomu okk-
ar og skipulagsháttu.
Hingað til höfum við litið til borgarastéttarinnar sem
ráðunauts okkar og verndara. Lengra höfum við ekki
séð. Meira höfum við ekki vitað. Við höfum yfirleitt
ekki haft hugmynd um, að fjölmennasta stétt heimsins,
verkalýðsstéttin, væri hin sigrandi stétt. Okkur myndi
hafa þótt það hreinasta fjarstæða, þótt við hefðum
heyrt frá því sagt, að þessi stétt ætti sína sérstöku
142