Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 151
Kvennakór:
Allt kórið:
Rödd:
Rödd:
Rödd:
Rödd:
Kór (á víxl):
Allt kórið:
Vér minnumst hinna föllnu frumherja
Sovét-Rússlands. Vér minnumst Lenins, vér
minnumst Sacco og Vanzettis, sem létu líf-
ið fyrir oss, vér minnumst Eugen Levinés,
Gustavs Landauers, Matteottis og Erichs
Muhsams, vér minnumst hinna óteljandi
sjómanna, hermanna, bænda, verkamanna,
rithöfunda, verkfræðinga, allra hinna ó-
þekktu, limlestu, kvöldu, hengdu, skotnu,
föllnu á vígvelli. Vér minnumst allra hetja
sem byltingin skóp.
Þegar hlymjandi liamrar
hljóðna og sveiflandi sigðir,
þegar kvöldsins kyrrð
sveipar angandi akra
og fánar — hinir rauðu, striðandi
fánar — blakta mjúkt yfir tindum
steinkleifa stræta og gatna,
minnumst vér allra fallinna
frelsis unnandi hetja, sem byltingin skóp.
Hefnum félaga er féll,
með að fullkomna hans starf.
Margir munu falla
i flóði tímans.
Kannski þú,
eða þú,
eða þú,
eða þú,
En sigur vor er vis
um veröld alla,
því fáni liinna föllnu
geysist óstöðvandi á undan.
Halldór Stefánsson íslenzkaði.
151