Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 154
annað en Rússi. Það er eins um afrek manna eins og
andlit þeirra. Það er hægt að benda á íslenzk andlit
i ýmsum afrekum: Þetta hefir fslendingur gert, og þetta
gæti enginn nema íslendingur hafa gert. Öll fullkomin
verk hera þjóðerni mannsins i sér; það birtist í þeim
líf og viðleitni lieillar þjóðar. f tónlistinni er ekki hægt
að benda á neitt íslenzkt andlit, — nema Jón Leifs,
sem er í mótun. Eg tel engan vafa á því, að sum verk
þessa einkennilega gefna, viljasterka Norðlendings eru
það upprunalegasta í tilraunum tónrænnar sköpunar
íslenzkrar.
íslenzkir tónsmiðir hafa flestir verið heimilislausir
förumenn fram á þennan dag, truflaðir i augnaráðinu
eins og menn, sem hafa verið i stríði og tapað minninu
og gleymt hverir þeir eru eða hvert sé land þeirra:
Þeir liafa ekki uppgötvað sitt eigið land. Flestir hafa
verið undirokaðir af dönskum skilningi á þýzkri róm-
antik.
Ég á erfitt með að hugsa mér nokkuð á byggðu bóli
fjarskyldara íslenzkri skynjun, íslenzku sálarlífi yfir-
leitt, en danskan skilning á þýzkri rómantík. Við skul-
um hugsa okkur þá hliðstæðu, að íslenzkur nútímahöf-
undur segði sögur af vandrandi málara, með danskri
setningaskipun og orðavali frá tímum Magnúsar Step-
hensens. Nú er það menningarlegt lögmál, að engin list
getur orðið alþjóðleg, nema liún sé í fyrsta lagi þjóð-
leg. Allar hermur og eftirstælingar í listum fæðast and-
vana, fyrst og fremst af því að slík list er ekki borin
uppi af þjóðlegu meginafli; af þvi hún túlkar ekki
hjarta né háttu ákveðins mannlegs samfélags, sem lifir
og berst fyrir lífi sínu undir sérstökum skilyrðum, í
sérstöku landi; með sérstaka sögu að baki sér; við sér-
stakar náttúruraddir og hrynjandi; sérstakt landslag.
Stælingar á list, sem aðrar þjóðir liafa skapað sem
rökrétta afleiðingu af sinum lífsskilyrðum, það er hið
andstæða við list, svik undan merkjum, tilraun til að
154