Rauðir pennar - 07.12.1935, Qupperneq 155
kornast undan því að tala máli þeirrar stríðandi lífs-
heildar, sem íslenzkt þjóðerni táknar, í gleði og harmi.
Það snjalla i fari Jóns Leifs er þetta: liann liefir
heyrt íslenzka tóna. Það er enn einu sinni sagan um
Kólumbusareggið. Hann hefir fundið islenzk tónstef,
sem við þekkjum öll, þvi þau leynast í okkar eigin brjóst-
um, hvers og eins; liann hefir ennfremur gert merki-
legar tilraunir að byggja yfir þau stilhrein listaverk í
stóru sniði, með heimsbrag. Hvort honum, eða íslenzk-
um tónsmiðum öðrum, tekst að skapa Islandi hlutgengi
meðal tónlista annara þjóða, það fer eftir því, hvort
þeir hafa vit, lærdóm og menntun til að byggja á grund-
velli þeirra lagboða, sem þjóðin hefir skapað, gætt sín-
um einkennum, gert að sínu, i lífsstríði aldanna. Ég
get ekki stillt mig um að minna hér á karlakórslag
Jóns Leifs, Húmar að mitt hinzta kvöld, sterkt að bygg-
ingu, djúpt í tilfinningu, mjög upprunalegt, og mundi
sóma sér sem íslenzk tónlist, hvar í heiminum sem væri.
Það hvílir yfir því tign íslenzkrar jarðarfarar á köldum
vetrardegi með miklu hjarni; það geymir líka íslenzka
kýmni, grálynda, myrka, draugalega. Þótt merkilegt sé,
kusu íslenzkir söngmenn að láta þetta lag liggja í sum-
ar, þegar þeir fóru að kynna íslenzka sönglist á Norð-
urlöndum, en tóku aftur á móti upp á söngskrá sína
lag eins og Dóná svo blá, svo blá, svo blá, eftir Strauss.
Nú er það vitað, að allar þjóðir eiga söngraddir, og
þannig erfitt að hugsa sér, að nokkrum útlendingi sé
forvitni á jafn sjálfsögðum hlut og því, að til séu á ís-
landi menn, sem geta sungið. Það er svo sem álíka fróð-
legt og að vita, að til séu á íslandi hljóðfæri. Það sem
menn spyrja um, er hitt: hvað hafa hinar islenzku radd-
ir að flytja, livað segja þær okkur af íslandi, af hinu
íslenzka fólki og lífsstriði þess, íslénzkri þjóðarsál, —
í einu orði sagt: hvernig túllca íslenzkir tónlistamenn
þjóðerni sitt? Dóná svo blá, svo blá, svo blá —: það
■er erfitt að hugsa sér öllu minni skilning á því, hvað
155