Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 156
íslenzk tónlist á að flytja í útlandinu, hvaða máli is-
lenzkir tónflytjendur eiga að tala í heiminum, en fara
á milli landa og syngja Straussl
Allir íslenzkir söngvarar kvarta undan því, að íslenzk
tónlist gefi þeim ekkert til að flytja, ekkert sem geti
réttlætt, að þeir komi fram fyrir heiminn einmitt sem
íslenzkir söngvarar, boðberar þjóðernisins, fulltrúar ís-
lenzks fólks. Harmleikur ýmsra söngvara vorra er
ekki hvað sízt falinn i því. Hversu sundurleitt fyrir-
brigði er ekki íslenzkur söngvari, sem fer um heiminn
og syngur ítalskar óperuaríur — undir itölsku lista-
mannsnafni — eins og það væri liörgull á ítölskum
snillingum til að túlka ítalska þjóðarsál í heiminum!
Slíkur maður er eins og fyrirtæki, sem er rekið með
útlendu láni, — hann verður að leggja sitt eigið þjóð-
erni að veði fyrir láni sínu, af því hinir skapandi lista-
menn heima fyrir höfðu brugðizt skyldu sinni: þeir
gáfu honum ekkert að flytja.
Það er ekki rétt að apa eftir útlendum snillingum, en
virða að vettugi þá lagboða, sem hafa sprottið undan
hjartarótum íslenzks fólks í lífsstríði aldanna. Þjóðin á
heimtingu þess, að hinir skapandi listamenn liennar á
öllum sviðum, ekki hvað sízt í tónlistinni, gefi lögum
hennar æðra form. Til þess eru listamenn, að gefa lag-
boðum þjóðanna æðra form, að skapa list úr þvi efni,
sem þjóðin leggur til sjálf, sem hún sjálf er. Fólkið
leggur til lífsstríð sitt, listamaðurinn liefir það til æðri
tjáningar í verkum sínum. Það er undir því komið,
hvort hann innir af hendi þetta lilutverk eða bregst
því, hver sess þjóðinni verður skipaður meðal þjóð-
anna, hverrar virðingar hún fær að njóta á þingum,
meðal annara talandi lífheilda.
156