Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 158
töfrum en að fá að líta það gegn um augu þessa manns,
í lians meistaralega handbragði?
Það afl, sem ræður í þjóðfélaginu, hefir liins vegar
látið svo um mælt, að enginn sá staður skuli vera til,
þar sem fólki gefist að staðaldri kostur á að njóta þeirra
töfra, sem búa i handbragði lians, eða gera sér yfirleitt
grein fyrir þvi einstæða jötunafreki, sem felst í verki
hans samanlögðu. Þessi verk, sem túlka svo meistara-
lega hinar eilífu sýnir þjóðarinnar, eru dæmd til að
vera fólki óaðgengileg, flestöll falin i stofum einstakra
manna, sem hefir tekizt að gókna yfir þeim, venjulega
fyrir smánarverð, meðan listamaðurinn hefir sjálfur
lifað í neyð.
Það liggur i hlutarins eðli, að þessi maður og list
hans er í fyrsta lagi eign fólksins sjálfs, engu síður en
fegurð landsins og tign. Og það er í rauninni alveg út
í hött að meta slík verk til fjár, þau eru liluti af and-
legum auði heillar þjóðar. Hitt er engu síður óhæfa,
að einstakir menn skuli hafa leyfi til að fela þau al-
menningi, í einkastofum sínum. Það er samskonar
verknaður að kaupa þau og fela fyrir fólki, eins og
ef t. d. einhverjir menn hefðu keypt ljóð Jónasar Hall-
grímssonar, sína vísuna hver, og geymt þau undir inn-
sigli, þannig að fólkið hefði aldrei fengið að njóta þeirra.
Ég skal strax taka það fram, að ég er einn af þeim seku,
ég „á“ eina fiskstúlku eftir Kjarval, eitt meðal falleg-
ustu liöfðanna, sem liann liefir gert. Og þótt það sé
ein fegursta gjöf, sem mér hefir verið gefin, skammast
ég mín fyrir að eiga liana, og bíð eftir þeirri stund, að
mér verði skipað að afhenda liana í Kjarvalssafn rík-
isins, þar sem allar myndir hans verða liafðar til sýn-
is fyrir fólkið um aldur og æfi. Þjóðin öll, íslenzkt
mannfélag i heild, er liinn réttborni eigandi þessarar
snilldar, á sama hátt og hún á fegurð lands síns, sama
hátt og hún á ljóð sinna beztu skálda. Fólkið á að krefj-
ast þess af fulltrúum sínum, að þessum mikla vini okk-
158