Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 161
anum, sem hann liafði fengið með póstinum daginn
áður.
Andspænis lionum sat hún Þura gamla, konan hans,
og stoppaði í sokkaplögg. Hún var aðeins fimmtíu og
sex ára gömul, en ákaflega hrukkótt og ellileg mann-
eskja. — Hún hafði orðið að halda vel áfram við vinn-
una allt sitt líf og spara og knífa lcaffisopann, og yfir-
leitt alla munaðarvöru, svo sem: sykur, hveiti og dilka-
kjöt. Þar að auki liafði hún átt þrjú börn, sem kom-
ust á legg, en voru liorfin út í lieiminn; og nú bjó hún
aftur ein með lionum Brandi sínum; þau voru bæði
orðin ákaflega slitin og þreytt, og urðu að taka kaupa-
gosa á sumrin. Ég þarf víst ekki að ræða nánar um
þá liluti ....
Já, Brandur gamli reykti úr pípunni sinni og las í
Tímanum; Þura gamla stoppaði í plöggin, og þau þögðu
bæði. —
Þá er allt í einu barið að dyrum og Snati rýkur upp
með offorsi og gauragangi og geltir og liamast, eins og
hann eigi lífið að leysa.
Brandur ris á fætur, leggur frá sér Tímann, tekur
út úr sér pípuna, lítur afar þýðingarmiklu augnaráði
á konu sina og segir: Þetta er gestur. — Siðan röltir
hann fram göngin.
En úti fyrir stóð enginn annar en liann Sigurður karl-
inn oddviti og miðlungsbóndi í grárri gúmmíkápu,
svörtum, hnéháum leðurstigvélum, með herforingja
kaskeiti á höfðinu, og var að koma úr kaupstaðn-
um.
— Sæll og blessaður, Brandur minn, sagði hann og
tók þéttingsfast í liönd gamla mannsins, því að hann
var ekki enn búinn að læra þann sið af hreppstjóran-
um, að rétta fram þrjá fingur.
— Nei, komdu sæll og blessaður, Sigurður minn,
sagði Brandur og fagnaði háttvirtum oddvitanum. —
Hvaðan ber þig að garði?
161