Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 162
— 0, ég lcem nú bara neðan úr kaupstaðnum og er
á heimleið.
— Úr kaupstaðnum! Já, akkúrat. Og livað segirðu
bezt í fréttum?
-— Það er nú margt og mikið, Brandur minn. Ég ætla
annars að binda hann Skjóna minn liérna við staurinn
og þiggja lijá þér kaffisopa.
Síðan gengu þeir inn i bæinn. Sigurður lieilsaði Þuru
gömlu og blessaði hana. Og Þura gamla gekk fram í
eldliús og fór að liita löggina.
— Já, sagði Sigurður, liálfvegis úti á þekju, eins og
hreppstjóranum hætti við einstaka sinnum.
— Ég er hérna með bréf til þín, Brandur. Ég ímynda
mér, að það sé frá Kaupfélaginu. — Nú, og svo ætla
ég að minna þig á það, að þú átt eftir að borga helm-
inginn af útsvarinu þínu. Ekki svo að skilja, að ég
væni þig um óskilsemi, því að fáir eru öllu fljótari
til að greiða hin opinberu gjöld en einmitt þú. En það
tilheyrir embættinu, að minna á þetta, úr þvi að lið-
ið er á árið. — Hérna kemur bréfið. Gerðu svo vel.
— Hver fjandinn er nú á seiði, tautaði Brandur gamli,
þuldaði bréfið vel og vandlega, ígrundaði utanáskrift-
ina, lét síðan á sig gleraugun, reif það upp og las. —
Það var reikningur yfir viðskipti hans á árinu við Kaup-
félagið, og hann var beðinn um að greiða tvö hundruð
króna skuld hið allra fyrsta.
— Jamm, sagði hann að loknum lestrinum og dæsti
við. — Þeir þurfa vitanlega að koma öllum sambönd-
um í lag fyrir áramótin, mannagreyin, og standa skil
fyrir sínum lánardrottnum. Það er sosum gangur máls-
ins. En hvað segirðu nýtt í fréttum, Sigurður?
— Ja, það er nú ekkert smáræði, fullyrti oddvitinn
í annað sinn. Þið hafið lieyrt talað um þessa miklu
deilu, trú ég, sem hefir staðið á milli Mossúlín og Ab-
bessiu, eða bvað það nú heitir, landið þarna í Afríku,
hjá eyðimörkinni.
1G2