Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 163
Mossulín var búinn að skrapa saman töluvert af
vopnadrasli, morðtólum og öðru þvílíku, og senda allt
draslið suður eftir, og Abessíumenn voru líka farn-
ir að ná sér í einhvern útbúnað, til þess að verj-
ast árásum. Samt sem áður datt engum í bug, að þeir
myndu rjúka saman, eins og nú er komið á daginn.
Þeir eru sem sé farnir að slást alveg upp á kraft, og
sjálfir Englendingarnir búnir að senda það mikið af
herskipum og drápsdöllum suður á Miðjarðarbaf, að
þar er livergi hægt að sjá í vatn, livergi liægt að sjá
í vatn, skal ég segja ykkur. Allir spá því, að nú sé ný
heimsstyrjöld að skella yfir, og meira að segja kaup-
félagsstjórinn fullyrðir það. — —
Það er ómögulegt að lýsa þeim áhrifum, sem þessar
miklu fregnir höfðu á gömlu hjónin í kotinu. Þura
liætti að mala í könnuna, stóð langa stund þegjandi
og horfði með gapandi munn á blessaðan oddvitann,
sem alla tíð hafði verið sannsögull maður og grand-
var í orðum. En Brandur sperrti upp augun, eins og
liann vildi ekki trúa því, sem hann lieyrði.
— Nú, stríðið er þá byrjað, tautaði liann loks, og
lagði þunga álierzlu á síðasta orðið. Mikið er að
heyra.
— Jesús minn góður, muldraði konan og starði með
skelfingarsvip eitthvað langt, langt út í bláinn. Eftir
augnabliksþögn bætti hún við:
— Mikil ósköp eru að vita til þess, hvað mennirnir
geta verið grimmir liver við annan.
— Já, þeir voru að berjast í gær, trú ég, og karl-
arnir lians Mossulin drápu eitthvað fimm þúsund Ab-
bessíumenn, og kallast það ekki mikið, þvi nú kvað
þeir geta drepið margar milljónir á dag, með þessum
nýju tólum. — Og það er engu hlíft. Konur, börn og
gamalmenni eru murkuð og drepin alveg miskunnar-
laust, og meira að segja spítalar og sjúkrahús sprengd
og tætt í sundur.
163