Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 164
—* Ó, drottinn á liæðum, veinaði sú gamla og fórn-
aði höndum. Hvaða ógurleg þrælmenni eru þetta.
En oddvitinn hélt lestrinum áfram, rólegur og æs-
ingalaus, rétt eins og liann væri að segja frá hvers-
dagslegustu viðhurðum:
— Abbessíukeisari var eitthvað að ybba sig við Mossu-
lin fyrir nokkrum árum, og nú ætlar Mossulín að launa
honum lambið gráa, og leggja alla Abbessíu undir sig
og flytja sitt fólk þangað og drepa hitt, eða reka það
á hrott. Það kvað vera svo gott að rækta hrísgrjón þar
og annað nytjameti, og gull í fjöllum. — En ykkur að
segja, þá eru Englendingar ekkert ánægðir með það,
að láta Mossulín taka svona stórt stykki, og þess vegna
safna þeir döllunum á Miðjarðarhafið, og ætla að ráð-
ast á hann, þegar lionum kemur það verst. Nú, og svo
bætast fleiri og fleiri í spilið, og þetta verður styrjöld
yfir allan heiminn, margfalt ægilegri en hin síðasta.
Og Sigurður sló hnefanum í horðið, til frekari áherzlu.
— Guð minn, stundi Þura einu sinni enn, og hélt
síðan áfram að sýsla við kaffið.
— Er þessi Mossulín ekki mesta óþokkaskepna? spurði
Brandur, gekk um gólf og skotraði spyrjandi augun-
um öðru hvoru á liáttvirtan oddvitann, sem var svo
menntaður og víðsýnn maður, hafði svo mikla þelck-
ingu til að bera, kunni skil á öllum hlutum, og sagði
fréttir betur en nokkur annar.
— Óþokkaskepna!! endurtók Sigurður og hristi liöf-
uðið. Nei, blessaður vertu. Þetta er mikilmenni, þjóð-
hofðingi, skilurðu! Hann ætlar sér að endurreisa hið
gamla Rómaveldi, og kannske að leggja undir sig allan
heiminn. Hann er ódæma ofurhugi, enn meiri en Napo-
leon á sinni tið. Og svo er hann lílca góður maður með
áfbrigðum. Eg hefi heyrt það hjá óljúgfróðum manni,
að hann éti rúgbrauð einu sinni í viku, rétt eins og
Við alþýðukarlarnir, og svo kvað hann líka ætla að
senda syni sína á vígstöðvarnar, og heldurðu máske
Í6Í