Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 165
að allir myndu gera það í lians sporum, nei, ónei! -V-
Stríð eru náttúrlega hryllileg og ljót, en þau eru óhjá-
kvæmileg engu að siður ....
— Hversvegna? skaut Brandur gamli inn í, og átti
hágt með að fallast á þessa rökfærslu, jafnvel þótt sjálf-
ur oddvitinn bæri liana fram.
— Hversvegna? Auðvitað vegna þess að mannfólkinu
fjölgar og fjölgar, og hvernig færi, ef aldrei kæmi stríð
og öllu væri lofað að vaða uppi, nema hvað einn og
einn hrykki út af eins og venja er til? Fjölgunin yrði
svo mikil, að enginn hefði í sig' eða á eftir ein fimmtíu
ár, og kannske eftir skemmri tíma. — Styrjaldir eru
óhjákvæmilegar, skai ég segja þér, vegna þess að þær
fækka mannfólkinu og skapa þeim, sem eftir lifa, betri
aðstöðu til að njóta lífsins. Og ef mennirnir fara ekki
í stríð, þá tekur guð í taumana og fækkar þeim sjálf-
ur, eða hvernig var ekki með stórubólu og svartadauða?
Nú lcom Þura með ilmandi kaffi og kleinur, og bað
Sigurð að gera svo vel. — Hann gerði sætt í bollanum,
muðlaði kleinurnar trúverðuglega, sötraði og smjattaði,
eins og menntaðir menn gera, þegar þeir koma á lak-
ari bæi.
— Eftir á að hyggja, sagði liann allt i einu, og ská-
skaut augunum upp frá kaffinu. Vöruverðið er hækkað.
— Ha, sagði Brandur, og þessi nýja fregn virtist liafa
jafnvel ennþá meiri áhrif á hann, en hin fyrri, þótt
hún væri ekkert smáræði á sina visu.
— Þú segir þó ekki, að vörur séu slrax farnar að
hækka í verði?
Jú, oddvitinn staðhæfði það. — Vöruverð hyrjaði að
hækka i dag og á sennilega eftir að hækka meira.
— Jæja, sagði Brandur. Þeir láta ekki á sér standa,
bölvaðir gikkirnir, úr þvi stríðið er komið, það lá að>
óli og Siggi eru náttúrlega búnir að hækka, það er
ekki við öðru að búast af þeim. — En Kaupfélagið?
— Kaupfélagið líka, fullyrti Sigurður. Þeir máttu til4
165