Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 166
úr því allir hinir gerðu það. Annars hefði eingöngu ver-
ið verzlað við þá, og allar vörur rifnar út hjá þeim,
og þurrð eftir nokkra daga.
— Og hvað er það helzta, sem er byrjað að hækka?
spurði gamli bóndinn með mikilli og augljósri eftir-
væntingu.
— Ja, svo sem sykur eitthvað; liveiti um tvær krón-
ur pokinn, liaframjöl sjötíu og fimm aura sekkurinn
og rúgurinn kvað eiga að stiga á morgun; kaffi um
þrjátíu aura kílóið og svo á að koma einhver geysi-
legur skattur á alla aðra munaðarvöru, ég liefi til dæm-
is heyrt, að eldspýtnabúntið eigi að stíga um fimm
eða tíu aura.
— Ja, skárri eru það nú fréttirnar. En liækkar þá
ekki verðið á afurðum okkar líka?
— Það er ég alls ekki viss um. Að minnsta kosti
ekki nándar nærri eins mikið og í síðasta stríði. Kjöt
hækkar ekkert eða jafnvel lækkar. Þeir í útlöndunum
hafa nefnilega nú orðið yfrið nóg af kjöti, en það höfðu
þeir ekki í siðasta stríði.
Og þegar oddvitinn hafði fullvissað gömlu lijónin
um það, að nú myndi allt ganga alls staðar á aftur-
fótunum um óf>TÍrsjáanlega langan tíma, þá stóð liann
á fætur, þakkaði fyrir sig og hjóst til að fara.
— Biddu obbolítið, sagði þá Brandur gamli og tók
til að róta í höfðalaginu sínu í gríð og ergi. Eftir nokkra
leit fann liann budduna sína, handlék hana varlega eins
og viðkvæman hlut, leysti utan af henni þvengina, grúsk-
aði í henni stundarkorn og sagði siðan við oddvitann:
— Voru það ekki tuttugu krónur, sem ég átti eftir
að borga af útsvarinu mínu?
— Jú alveg rétt. Tuttugu krónur voru það, sagði Sig-
urður og leit ihyglislega á gömlu, trosnuðu hudduna.
Dálitla stund enn rótaði Brandur í hinni barnalegu
féhirzlu sinni, og loks gróf liann upjo tvo tíu króna
seðla, þuklaði þá með tilfinningu, þvi að hann átti ekki
166