Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 167
mikið af svoleiðis blöðum, ýtti þeim að Sigurði og sagði:
— Hérna er afgangurinn, taktu við þessu.
— Þakka þér fyrir, sagði oddvitinn og stakk seðlun-
um í leðurveskið sitt. Eg vissi, að þú myndir ekki láta
á þér standa, fremur en endranær. Eg skal færa þetta
inn í bókina og senda þér kvittun.
Síðan kvaddi hann manneskjurnar í Kotinu, reið á
brott, en skildi eftir sínar stóru fregnir.
Og svo varð þögn langa stund.
Brandur gekk þungt liugsandi um gólf, með hendur
fyrir aftan bak. Þura gamla settist fyrir framan mask-
ínuna og liressti sig á kaffiglundri, nartaði i eina kleinu
smám saman og jóðlaði lengi á bitunum. Hún vildi fara
varlega í sakirnar, þvi að þetta var munaður.
— Jæja, sagði Brandur og það var djúp og myrk al-
vara i rómnum. Þá er striðið byrjað og Mossulin far-
inn að leggja undir sig heiminn. Allar vörur að hækka
í verði, og verða ókaupandi áður en líkur. Iíjötprísinn
skánar ekkert, því að útlendingarnir hafa yfrið nóg af
kjöti. Nú er aðeins eitt ráð fyrir liendi, kona góð, ef
við eigum ekki að flosna upp og gefa andskotann í
allt, og það er að spara, spara og spara.----
Þá leit liún upp frá kaffibollanum sínum, gamla kon-
an í óhreina strigapilsinu, með snjáðu hyrnuna og stag-
bættu skóna, og allt andlit hennar varð eins og kryppl-
að blað, augnahvarmarnir kipruðust saman, drættirnir
kringum munninn urðu ásakandi og heiskjulegir, og
orðin titruðu svo strjál og svo örvingluð um tannlaus-
an góm hennar:
— Spara, lireytti liún út úr sér. Hvað eiguiri við eig-
inlega að spara? Eg held við höfum sparað og sparað
hingað til og varla liaft í okkur að éta þrátt fyrir all-
an þann sparnað, og orðið að ganga í skjóllausum
rægsnum, skítugum og skötulegum. Eigum við kannske
að hætta alveg að éta og ganga strípuð? Eða livað eig-
um við sosum að spara? Og liún endaði þessa ósvífnu
167