Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 168
lexíu með lítt skiljanlegu tauti, liristi sitt skilningssljóa
liöfuð og sötraði það sem eftir var í bollanum.
En Brandur gamli hafði horft alveg steinliissa á
konu sína og botnaði sízt í því, hvað hún meinti með
svona guðlausu tali. Hann hafði talið víst, að hún myndi
fallast umyrðalaust á nýjar sparnaðartillögur, eins og
hún hafði æfinlega gert hingað til. En svo lét hún eins
og bjálfi, gömul konan, og gerði blátt áfram uppreisn;
þvílík bölvuð vitleysa.
Nú reið á því að rökfæra nógu vel hinar nýju til-
lögur og fá liana ofan af allri flónsku.
— Ertu brjáluð, manneskja, eða hvað? sagði hann
með þjósti og leit nokkuð einkennilega á samfylgdar-
vin sinn í lífinu. Nú er stríðið komið kona, heyrirðu
það ekki? Og allar vörur byrjaðar að stíga, en útlend-
ingarnir hafa yfrið nóg af kjöti. — Mossulín er að end-
urreisa liið forna Rómaveldi. — Við verðum að spara,
verðum að spara. Það er óhjákvæmilegt. Við getum
ekki keypt stóra vöruslatta núna, áður en meira hækk-»
ar, en það geta þeir ríku. Þess vegna verðum við að
spara, ef við eigum að draga fram líftóruna, heyrirðu
það! Við getum sparað margt.
— Hvað sosum? spurði sú gamla, kipraði vinstri
augnahvarminn enn meira, en skáskaut hægra auganu
á mann sinn.
— Margt kona, margt. Það er vandalaust að spara
allan óþarfa. Heldurðu kannske, að nokkurt vit sé í
því að drekka kaffi þrisvar sinnum á dag, jafn óskap-
lega dýrt og það er?
— Það er ekki verra en að reykja og taka í nefið,
og það brúkar þú hvorttveggja. Og ekki veit eg betur
en að þú þiggir kaffi, þegar það er á boðstólum.
— Ja, ég ætla lika að spara tóbakið hér eftir, svo
mikið sem ég get. Maður má til úr þvi striðið er kom-
ið. — Nú, og er það ekki ófyrirgefanlegt hruðl að éta
eins mikið af liveiti og maður gerir? Það þarf ekki
168