Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 169
að baka þessar lummudellur og þessar kleinuskorpur,
nema við sérstök tækifæri eins og á stórhátíðum og
tyllidögum ....
— Eg lield maður liafi nú ekki svo mikið af munn-
gætinu, muldraði sú gamla, en var þó i þann veginn
að gefast upp fyrir hinum óhrekjanlegu röksemdum,
sem bóndi hennar bar fram af svo miklum vísdómi
veruleikans, af svo eldheitum sannfæringarkrafti.
— Munngæti, ha he! Hvað heldur þú, að þýði að
liugsa um munngæti, þegar stríðið er komið? — Sykur
og haframjöl verðum við líka að spara. Svo geluin við
kannske drýgt rúginn með maukuðum kartöflum, því
það kvað sumar heldri manna húsfreyjur gera, og þá
væri okkur það vorkunnarlaust.
Hann þagnaði, en hélt áfram að rigsa um gólfið með
liendur fyrir aftan bak.
Þura gamla mótmælti ekki lengur. Hún sat bara nið-
urlút fyrir framan maskinuglæðurnar og liandlék tóma
bollann sinn og starði sljóum augum ofan í hann. Hún
liafði spáð í bolla endur fyrir löngu, en nú var hún
steinhætt því. Kaffirósirnar höfðu alltaf lofað lienni
gæfu og góðum dögum. En þær liöfðu logið að lienni
ár eftir ár. Þær voru ekkert annað en innihaldsrík
blekking, — blekking, sem skapaði svo fagra drauma
í niðurníðandi basli liversdagsleikans. Og hún hafði
haldið dauðahaldi í þessa drauma og fóstrað þá við
barm sinn áratug eftir áratug. En nú voru flestir þeirra
flognir út í óendanleikann, en hinir voru að veslast
upp og deyja. Og þegar draumarnir dóu, þá dó einnig
eilthvað í sál hennar; einhverjir strengir brustu, sem
höfðu lialdið henni á vakki fram á þennan dag. Hún
sat þarna þögul og niðurlút, eins og fátækt barn og
grátt og tjáslulegt liárið slútti fram undan gömlu og
upplituðu skuplunni, sem var orðin mesta rægsni.
— Já, kona góð, sagði Brandur dálítið mildari í máli,
þegar hann sá livaða áhrif tal lians hafði á þuru gömlu.
im