Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 170
Það er engin önnur úrlausn en að knífa svo mikið sem
við mögulega getum, annars lendum við á hreppinn
eða drepumst á mölinni og ekki er það betra.
Svo bætti liann við í huggunarskyni:
— En ef þú getur dregið saman eitt og eitt smjör-
kvint, þá má fara með það í kaupstaðinn og kaupa ein-
hvern óþarfa fyrir andvirðið.
— Einmitt það, sagði konan í umkomulausum mál-
rómi. Þau áttu tvær kýr. Önnur var geld, bin stritla.
Svo stóð hún á fætur og sagði:
— Við skulum fara að mjólka bana Skjöldu, það
er komið meir en mál til þess.
Og bún tók skjóluna og gekk út í fjós til að tutla
úr stritlunni. Maðurinn fylgdist með lienni, því að kon-
ur eru rökkurfælnar.
En um kvöldið, þegar þau fóru að liátta, byrjaði
Brandur karlinn á nýrri sparnaðartölu.
Þá var það Þura, sem reif upp skjáinn og sagði:
— Ég held það sé komið nóg af þessu djöfulsins
þvargi. Ég vil eklci blusta á þetta nauð lengur. — Og
það var eitthvað í málrómi liennar, sem gaf til kynna,
að hún væri búin að fá nóg, einbver taumlaus uppreisn
gegn öllu knífiríi, einhver bylting, sem kom Brandi
gamla til að steinþegja. — Og þegar konan fór að af-
klæða sig með óstyrkum handtökum, þá stundi bún
hvað eftir annað, og loks brauzt hin villta bylting fram
í lágu og slitróttu tauti:
Ég vissi það sosum, að ég myndi aldrei verða neitt
hamingjubarn á þessari blessuðu jörð, en samt kom
mér aldrei til hugar, að alltaf yrði svona bölvað. Þeg-
ar maður var búinn að draga fram vesæla tóruna í
skarni og skömm, og eiga þrjá krakka sem lifðu, þá
þurftu þau endilega að hlaupa eitthvað út í buskann
og skilja mann eftir gamlan og útslitinn. — Hvað þýð-
ir eiginlega að liokra þetta lengur, mér er spurn?
Og eiga nú að spara meira! Heyr á endemi! Ég segi
170