Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 171
fyrir mig, að eg veit ekki betur, en að eg liafi sparað
og sparað allt mitt líf, eða hver var það, sem át eina
ósmurða rúgbrauðssneið á dag, og eitt vesælt soðstykki
af morknum lilýra og ofboðlitla kaffilögg, meðan börn-
in sugu brjóstin? Hver var það, sem gekk á hriplek-
um skótöplum, og óð í pollunum í göngunum, til þess
að krakkarnir hefðu eitthvað á lappirnar? Hver var
það, sem vakti fram á nætur við plaggastagl og oft sár-
soltin? Hver var það, sem gekk eins og vikingur, eins
og hamhleypa til allrar vinnu, meðan kraftarnir leyfðu?
— Og hver er það, sem er grindlioruð og gengur í drusl-
um, útslitin til sálar og líkama, með verki í æðahnút-
unum og pínu í jaxlskömminni á hverjum degi, sem
guð gefur yfir? — Og eiga nú að vinna xneira og spara
meira? Nei, nú er nóg komið! — Allt mitt líf hefi ég
verið að vonast eftir því, að eitthvað myndi rætast úr,
eitthvað myndi skána, en aldrei er endir á píslun-
um, aldrei er full-lagt á okkur gömlu lijónin. Ég held
þeir ættu að spara lielvítis oddvitinn og bölvaður ekki-
sens hreppstjórinn. — En guð minn góður! Þetta er
ekkert líf, sem ég hefi lifað, ég liefi verið að deyja
allt mitt líf ....
Svo þagnaði þetta samhengislausa taut og Þura gamla
fikaði sig upp í bólið, stundi mæðulega, og byrgði sitt
magra og lirukkótta andlit niður í koddann. En sjálft
koddaverið, það minnti liana svo átakanlega á sparnað
lífsins, og á munað þess, þvi það var gamall hveiti-
poki, og á hann stóð letrað með bláum og fallegum
stöfum: Liverpool.
En yfir hinu hruma Koti öreiganna hvelfdist heiður
októberhimininn, og stjörnurnar tindruðu, og norður-
ljós bröguðu með dýrðlegu iitskrúði, því að stjörnurn-
ar tindra og norðurljós braga, þrátt fyrir það að stríð-
ið er komið, og Mossulín byrjaður að leggja undir sig
heiminn og endurreisa hið forna Rómaveldi.
171