Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 174
„Ég óska öllum uppfinningum norður og niður. Gæti
ég eyðilagt aflvélina, mundi ég auðvitað gera það.“
Sálufélagi hans í hinni hneykslanlegu köllun, erki-
biskupinn yfir Canterbury, viðurkennir aftur á móti
augsýnilega nauðsyn tækninnar, því hann prédikar
„krossför“ á hendur Sovét-Rússlandi, en fróðir menn
segja næsta stríð verða vélrænt stríð.
Ef staðgenglar Krists í Róm og London hefðu haldið
þesskonar ræður, eða horgarar, sem prédika takmörk-
un menningarinnar og menn, sem vegna haturs á verka-
lýðnum eða af hræðslu við óumflýjanlega umbylting
þjóðfélagsmálanna hafa misst vitglóruna, hefðu látið
sér slík orð um munn fara kringum 1880, mundi það
liafa verið skoðað af þáverandi borgurum sem órækt
vitni um fábjánaskap eða villimennsku.
Á vorum dögum, þegar borgarastéttin hefir gersam-
lega glatað hæfileikanum til að greina á milli hugrekkis
og blygðunarleysis, er slík hvatning um afturhvarf til
miðaldamyrkurs kölluð „hugprýði hugsunarinnar“.
Á þessu sézt, að hin borgaralega menning Evrópu er
ekki eins heilsteypt og borgaralegir söguritarar henn-
ar vilja láta hana sýnast. „Lífskraftur“ hennar kryst-
allast í bröskurum og bankaeigendum, sem líta á alla
aðra menn eins og ódýra vörutegund í offramleiðslu,
og verja af mætti sína þjóðfélagslegu aðstöðu til hóg-
lífis, í mönnum, sem af alefli heimta rétt sinn til að
hindra þróun menningarinnar, í fasistum, sem ef til
vill eru ennþá menn, en sakir lang\’arandi bjórölvun-
ar gegn um margra ættliði gerspilltir menn, sem nauð-
syn ber til að einangra eða beita enn strangari var-
úðarreglum við, til að hindra þeirra viðbjóðslegu glæpi.
*
Rlaðamenn helztu blaðanna í París, sem varla hafa
minnzt á hættu þá, sem hinni borgaralegu menningu
174