Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 176
iðngrein, sem látlaust er starfrækt og sífellt fer vax-
andi, er vopnaframleiðslan, framleiðsla, sem undirbýr
eyðileggingu milljóna verkamanna og bænda í nýju ver-
aldarstríði, sem borgarastétt Vesturevrópu heyir til þess
að skera úr, hver af þjóðernisklíkum liennar eigi að
hafa yfirráðin yfir hinum. Borgarastéttin skipuleggur
nýja heimsstyrjöld til þess að auðgast á hlóði þrælk-
aðra nágranna sinna, og herforingjar hennar lýsa því
yfir með köldu blóði, að sú styrjöld muni verða ennþá
hræðilegri og hafa margfalt meiri eyðileggingu í för
með sér en stríðið 1914—1918. Hér er annars ástæða
til að minnast nokkurra staðreynda frá síðasta stríði,
þó nú sé að mestu húið að breiða yfir töp þess og eyði-
leggingu með vinnu öreiga verkalýðs og bænda, þeirra
stétta, sem þyngstar þoldu raunirnar undir brjálæði
borgarastéttarinnar.
Staðreyndirnar eru þessar: Strax á árinu 1915 varð
hörgull á smurningsolíum í Þýzkalandi. Þetta var svo
tilfinnanlegt fyrir hernaðinn, að Þjóðverjar greiddu
1800 mörk fyrir fatið af smurningsolíu í Kaupmanna-
höfn, þó markaðsverð væri þá aðeins 200 mörk. Sendi-
herra Bandaríkjanna í Berlin skrifaði í desember þetta
ár stjórn sinni: „Vöntun á smurningsolíu mun hrátt
ráða niðurlögum Þýzkalands“. Á sama tíma sigldu brezk
skip með þessa nauðsynlegu olíu til Kaupmannahafnar.
Þetta er sannanlegt með útflutningsskýrslum hrezka
verzlunarráðuneytisins. Snemma á árinu 1915 hefði orð-
ið kolaekla í Þýzkalandi, ef það hefði ekki fengið brezk
kol frá Norðurlöndum. Þannig fékk Svíþjóð í septcm-
bermánuði einum yfir 33000 smálestir af kolum frá
Bretlandi, sem nær einvörðungu fóru til Miðveldanna.
Þessum kolaflutningum var það að þakka, að Luden-
dorf þurfti ekki að missa 50 þús. af hermönnum sin-
um til þess að vinna í námuin Ruhrhéraðanna, eins og
ráðgert hafði verið i júní 1917. Útflutningur lcola frá
Englandi til Svíþjóðar komst upp i 150 þús. smálestir
176