Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 178
það þýðir við landamærin milli Frakklands og Þýzka-
lands. Það sýndi sig þó brátt, að þetta um landamærin
var orðaleikur, þvi hinir brezku borgarar gerðu sam-
komulag við Þjóðverja og sviku þannig öll loforð sín
við Frakka. Ekki er ómögulegt, að landamæri Englands
kunni síðar að verða við Rín, ekki eins og Frökkum
var ætlað að skilja það, þeim til varnar, beldur eftir
að Bretar í félagi við Þjóðverja eru búnir að leggja
þá undir sig. Mönnum, sem liafa hvorki „æru né sam-
vizku“, er trúandi til alls.
*
Blaðamenn Frakklands spyrja:
„Á þessi margra alda gamla menning, arftaki grískra
og rómverskra verðmæta, að lialda áfram köllun sinni,
þrátt fyrir alla örðugleika, eða á hún að liða undir lok
fyrir nýrri menningartegund, sem setur „hagspekina
andanum ofar“.
Þar sem hinir liáttvirtu blaðamenn tala um „hagspek-
ina andanum ofar“, játa þeir liugsunarlaust og ósjálf-
rátt fáfræði sína — eða það sem sennilegra er — sýna
blygðunarleysi sitt. Reyndar er ekki óhugsandi, að sum-
ir þeirra trúi ennþá á hina barnalegu blekkingu um
óhæði andans, þó þeir séu sjálfir með öllu liáðir rit-
stjórum hlaðanna, sem aftur eru háðir útgefendunum,
bankaeigendunum, lorðunum og vopnaverksmiðjueig-
endunum. Séu þessir blaðamenn svona einfaldir, ættu
þeir að svipast um með samvizkusemi, og þeir mundu
sjá, að hagspeki hinna tvifættu köngulóa, sem birtist
í hinu grófgerðasta efnishyggjuformi, er einmitt hæst-
ráðandi í hinum borgaralegu ríkjum, þar sem aftur á
móti „hin nýja menning“ hefir það takmark, að frelsa
hið vinnandi mannkyn úr þeirri ánauð, sem liin hrjál-
aða hagspeki borgaranna hefir hneppt það í undir
handleiðslu Sir Basil Zaharoff, Deterdings, Vickers,
Sclmeiders (Creusot), Hearsts, Ivar Kreugers, Staviskis
178