Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 182
sifellt eykur atvinnuleysið, sem i stríðstilgangi arðræn-
ir bændur og verkamenn og fremur rányrkju í nýlend-
unum. Hvaða tilverurétt liefir stétt, sem með vitskertu
hátterni eyðir og spillir vinnu- og sköpunarorku mann-
kynsins, stétt, sem að vöxtum til er ekkert, að kostum
lastafull og glæpsamleg. Og þessi stétt liefir í hendi
sér ráð nærri hálfs annars milljarða bænda og verka-
manna í Evrópu, Kína, Indlandi og Afríku. Hinn hryggi-
legi fíflaskapur þessarar staðreyndar verður sérstak-
lega ljós, þegar borin er saman við hana önnur stað-
reynd.
*
Til er land, þar sem verkamenn og bændur, með
sameinuðu viti og vilja inna af hendi nytsama vinnu
í sína eigin þágu, þar sem vinnuorkunni er beitt til að
skapa ný lífsskilyrði, þ. e. nýja, sósíalistiska menningu.
Land, þar sem öreigarnir, samkvæmt kenningum
Marx og Lenins, undir forustu Stalins, hafa frelsað
bændurna frá hinum fábjánalega „mætti merkurinnar“,
frá sjálfviljulegu oki undir duttlunga náttúrunnar, frá
skaðvænlegum ábrifum eignaréttarins, með þvi að gera
þá að samyrkjubændum.
Land, þar sem öreigarnir, „vinnudýr“ liinna borgara-
legu stétta, liafa sýnt, að fái þeir að afla sér þekking-
ar, eru þeir fyllilega þvi vaxnir að verða hinir ágæt-
ustu meistarar og skapendur menningarinnar.
Land, þar sem persónuleiki menningarstarfsins er
svo mikils virtur af öllum verkalýðnum, að hann hef-
ir aldrei af nokkrum né nokkursstaðar verið það fyrr,
þar sem þessi virðing hefir orsakað vöxt persónuleik-
ans og látlaust þróað hetjudáð vinnunnar.
Land, þar sem konur, lielmingur landsbúa, liafa full-
komin rétlindi á við karlmenn, vinna drengilega með
þeim á öllum andlegum sviðum að umsköpun heims-
182