Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 184
maður, dugandi meðlimur þjóðfélagsins. í þessari af-
stöðu til „glæpamannsins“ lýsir sér húmanismi öreig-
anna, húmanismi, sem aldrei hefir þekkzt og aldrei
mun þekkjast í þjóðfélagi, þar sem menn standa and-
spænis hvorir öðrum eins og grimmir úlfar.
Sovétlýðveldin sjá á viturlegan hátt fyrir andlegri
heilbrigði verkalýðsins og sérstaklega barna og æsku-
manna. Með sama áhuga hefir verið séð fyrir líkams-
menntun til að varðveita heilsuna. I þeim tilgangi hef-
ir hinni miklu menntastofnun Wiem verið komið á fót,
fyrstu stofnun heimsins til fullkominnar líffræðirann-
sókna. Það er hægt að benda á fjölmargar nýjar stofn-
anir til að frjóvga og græða landið: Látlaust vex iðn-
aðurinn, landbúnaðurinn er endurbættur án afláts, nýj-
ar tegundir matjurta og ávaxta eru gróðursettar, rækt-
un hveititegunda og garðávaxta teygir sig æ lengra
norður á bóginn. Mýrar eru þurrkaðar, áveitur gerðar
á of þurr landsvæði, fljót gerð skipgeng með nýjum
skurðum, raforkan hreiðist út um landið, hirgðir af kol-
um, olíum, málmi og tilbúnum áburði vaxa sífellt. Land-
nám heimskautalandanna fer hröðum fetum og margt
mætti fleira telja, sem framkvæmt er í þessu landi, þar
sem hörgull er á vinnukrafti, samtímis því sem brask-
arar Evrópu og Ameriku fleygja tugum milljóna manna
út í atvinnuleysi. Allt þetta, sem gert hefir verið i
Sovéttríkjunum hefir ekki tekið lengri tíma en tæpa
tvo áratugi og sýnir það hezt gáfur þjóðanna þar og
vinnudáð, sýnir að verkalýðurinn liefir skapað nýja
menningu og nýja mannkynssögu samkvæmt kenning-
um Lenins, undir handleiðslu flokks hans og hins ósigr-
andi þróttar Stalins. Hvar er aftur á móti að finna
hinn sanna, ósvikna tilgang „menningar“ hinnar ver-
andi borgarastéttar?
Undirstaðan undir öllu þessu, sem hér hefir verið
lauslega drepið á, er liin kjarnmikla, skapandi orka
húmanisma öreiganna, liúmanisma Marx og Lenins.
184