Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 185
Þetta er ekki sá húmanismi, sem borgarastéttin hældi
sér af, að væri grundvöllur menningar liennar og mennt-
unar.
Þessar tvær tegundir húmnisma eiga ekkert sameigin-
legt nema nafnið. Orðið er sama, þýðing þess gerólík.
Fyrir fimm hundruð árum var þessi húmanismi sjálfs-
vörn borgaranna gegn lénsmönnum og kirkju. Þegar
hinn ríki borgaralegi iðjuhöldur eða kaupmaður tal-
aði um jafnrétti, átti hann aðeins við jafnrétti handa
sér við sníkjudýrið lénsmann í riddaraherklæðum eða
erkibiskupsskrúða. Húmanismi borgaranna undi vel
þrælalialdi og þrælasölu, kirkjurannsóknarrétti og
brennu Giordano Brunos, Jóhanns Húss og tíu þúsund
óþekktra „trúvillinga“ og „galdrakvenna“, iðnaðar-
manna og bænda, sem höfðu látið hrifast af hinum
frumstæða kommúnisma, sem hljómaði til þeirra úr
biblíunni og fagnaðarhoðskap Krists.
Hafa borgararnir nokkurn tima risið gegn dýrshætti
kirkjunnar og lénsmannanna? Sem stétt hafa þeir aldr-
ei gert það, einstaklingar úr borgarastétt hafa orðið
til þess, og þá einstaklinga liefir borgarastéttin ofsótt
og eyðilagt. Fyrr meir hjálpuðu hinir horgaralegu hú-
manistar lénsmönnunum til að drepa hændurna í upp-
reisnarher Wat Tylers, frönsku „Jacquerieana“ og „Ta-
horitana1'1) með sama ákafailum og grimmdinni og
hinir borgarlegu hraskarar á tuttugustu öldinni drepa
verkamennina á strætum Vínar, Amsterdam og Ber-
línar, á Spáni, á Filiiipseyjum, í Indlandi og Kína. Er
hægt að tala um þessa svivirðilegu glæpi, sem eru á
allra vitorði, og halda því fram, að „liúmanisminn
sé grundvöllur borgaralegrar menningar“? Um hann er
nú ekki lengur talað; mönnum hefir skilizt, að það er
altlof blygðunarlaust að minna á liúmanisma, meðan
1) W. T. foringi í bændauppreisn í Englandi, myrtur 1381.
„J“ bændauppreisnarmenn í Frakklandi 1358. „T“ róttæki arm-
urinn af lærisveinum Jóhanns Húss. Þýd.
185