Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 187
ari skiptingu er verkalýðnum gert örðugra að sameina
sig um áhugamál sin; og til þess er hún líka gerð.
Húmanismi hinna byltingarsinnuðu öreiga fer engar
krókaleiðir. Hann talar ekki um mannkærleika með
háfleygum sætleik. Takmark lians er að frelsa öreiga
allra landa undan hinu sivirðilega, brjálaða, blóðuga
oki auðvaldsins, að kenna mönnum, að þeir séu ekki
vara, sem hægt sé að kaupa og selja, liráefni i glys
og munuð broddborgaranna. Kapitalisminn nauðgar
veröldinni, eins og lirörnaður öldungur ungri, heilbrigðri
konu —- frjóvgað hana getur hann ekki lengur öðru en
ellisjúkdómum. Yerkefni húmanisma öreiganna krefst
ekki ljóðrænna ástarjátninga, það krefst, að hver verka-
maður læri að þekkja sína sögulegu skyldu, sina réttar-
kröfu, sitt byltingarsinnaða starf, sem nauðsynlegt er
á þessum aðfangadegi nýrrar styrjaldar, sem kapital-
isminn undirbýr og hlýtur að bitna mest á verkalýðnum.
Húmanismi öreiganna heimtar látlaust hatur gegn
broddborgurunum, gegn valdi kapítalismans, þjónum
hans, snýkjudýrum, fasistum, böðlum og svikurum
verkalýðsins, liatur gegn þeim, sem neyðir menn til að
þjást, gegn þeim, sem lifa á þjáningum hundrað milljón
manna.
Af þessum dæmum ætti hver lieiðarlegur maður að
geta gert sér grein fyrir hinum sanna tilgangi borgara-
legrar menningar og menningar öreigastéttanna.
Halldór Stefánsson þýddi.
187