Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 189
ainarefni, að bera saman andóf tveggja stórþjóða, er báð-
ar misstu lönd og urðu algerlega undir í markaðskapp-
hlaupum heimsstyrjaldarinnar miklu. Þessar þjóðir eru
Rússar og Þjóðverjar.
22.
f Rússlandi var allt í kaldakolum, þegar herinn hélt
heim yfirunninn af vígstöðvunum. Yerkalýðurinn telcur
þá til sinna ráða, hristir af sér blóðsugur keisara- og
auðkýfinga-valdsins, molar í sundur bið gerspillta þjóð-
félagsskipulag og beitir öllum kröftum sinum að sköp-
un nýs ríkis, á grundvelli, senx var áður óþekktur í þjóð-
félagsþróun mannkynsins. Fyrir sköpun þessa nýja heims
fórna karlar og konur á 22 milljóna ferkílómetra víð-
áttu dag og nótt og nótt og dag öllum kröftum, eftir
vísindalegu plani, sem einnig var áður óþekkt í þjóð-
félagsþróun mannanna. tíreltum og rotnum siðahug-
myndum er varpað fyrir borð, og upp rísa ný viðliorf,
nýr lífsskilningur, svo miklu mannúðlegri en áður liefir
þekkzt, að við, sem erunx gegneitruð af siðfræði auðvalds-
landanna, eigum rnjög erfitt með að botna nokkuð í
jafn óvæntum atburðum.
Þetta fólk hrópar ekki eftir nýlendum, krefst ekki
neinnar yfirdrottnunar yfir öðrum þjóðum. Allur þjóð-
ernis- og kynflokka-rígur er fordæmdur og þeirn rnönn-
um refsað, sem sýna fólki annara þjóða eða kynstofna
óvirðingu eða yfirtroðslur. Allir þjóðflokkar, livort held-
ur eru Eskimóar eða Tatarar, Gyðingar eða Þjóðverjar,
njóta sömu réttinda og Rússar og liafa jafngreiðan
aðgang að skólum, stöðum og embættum í'íkisins. Þessi
nýja þjóðfélagsskipun sýnir einlægari friðai'liug og meiri
tillátssemi við önnur lönd en nokkurt auðvaldsríki befir
fyrr eða siðar baft siðferðilegan þroska til að auðsýna.
Hinar sundurleitu þjóðir innan lýðveldisins eiga við að
búa meira frelsi en tiðkazt hefir undir stjórn kapítal-
istiskra ríkja. Þar má til nefna, að þær hafa ekki að-
189