Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 190
eins fengið að hagnýta sína eigin tungu til hvers konar
menningarstarfa, heldur hefir ríkisstjórn lýðveldisins
gert sér allt far um að liefja hinar frumstæðari tung-
ur á hærra þroskastig. Þjóðflokkar, sem hvorki kunnu
að lesa né skrifa fyrir byltinguna, áttu ekkert bók-
menntamál, engar bókmenntir og enga skóla, þeir eru
nú læsir og skrifandi, hafa eignazt kennslubækur1) og
bókmenntir á sínu eigin máli og skóla, þar sem þeirra
eigin tunga er kennd og töluð2). Atvinnuvegir lýðveldis-
ins hafa sótt fram með þvílíkum risaskrefum, að engin
dæmi þekkjast sambærileg i gervallri atvinnusögu mann-
kynsins. Atvinnuleysinu, þessari meginbölvun mannlegr-
ar niðurlægingar, er útrýmt að fullu og öllu. Barnahæli,
menningargarðar, hvíldarheimili, leikhús, skólar og vís-
indastofnanir þjóta upp um þetta tröllaukna landflæmi
þvert og endilangt, eins og gróður á lilýju vori. Skáld og
rithöfundar, blöð og bókmenntir hundraðfaldast. Á fáum
árum rís upp úr eyðimörk keisaraeinveldis og styrjalda
algerlega ný menning, nýr lífsskilningur, ný hugsun, nýr'
mórall, ný og voldug trú á mögideika mannsandans, á
mátt skynseminnar, á sigur mannúðarinnar, — gagngerð
endurfæðing hugarfarsins, — ný sál. Og nú er þetta fólk
komið langt á leið með að skapa þjóðfélag, sem í grund-
vallaratriðum er í samræmi við háleitustu mannúðar-
hugsjónir spámanna allra alda: stéttalaust mannfélag,
með liinu fullkomnasta einstaklingsfrelsi, þar sem hvorki
verða til kúgarar né undirokaðir, engir auðkýfingar og
engir snauðir. Og þetta mannfélag verður sú fyrirmynd,
sem þjóðfélög framtíðarinnar munu óumflýjanlega
verða sniðin eftir, því að það er livorki reist á því,
1) Ég hefi skoðað með eigin augum margar slíkar kennslu-
bækur.
2) GeriS svo vel og sýniS staSreyndunum þá lcurteisi, aS bera
þessa mannúS saman viS ofbeldi þýzka keisaraveldisins' gegn Dön-
unum viS norSurlandmærin og pólska minnihlutanum i Bayern!
190