Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 192
manna vissi, að þeir voru þá og liöfðu alltaf verið verk-
færi auðstéttanna, að þeir hötuðu lýðveldið, að þeir áttu
ekkert annað andlegt innihald en stálgrátt herveldi og
landvinninga, og að þeir þekktu enga aðra þjóðskipu-
lagssiðfræði en blóðstokknar eggjarhins blikandi hrands.
Þá ærslast allt í einu fram á sjónarsvið innibyrgðra
heimsveldisdrauma ókunnur maður. Hann gargar og
skekur sig framan í áhorfendurna, eins og sjúklingur,
sem hefir brotizt út af vitfirringahæli. Hann æpir eftir
öflugum her, voldugum vopnabirgðum, víðáttumiklum
nýlendum, og liann heimtar gagngert afturhvarf þjóðar-
innar til miðaldalifnaðarliátta. Hann flytur þjóðinni það
fagnaðarerindi að hún eigi enga sök á afleiðingum styrj-
aldarinnar. Þær séu allar glæpur Gyðinga og marxista.
Og með steyttum hnefa hótar hann öllum sósíalistum,
frjálshuga mönnum og friðarvinum grimmilegum refs-
ingum og útskúfun úr samfélagi þýzkra manna. Og mik-
ill hluti hinnar þýzku þjóðar finnur innilegustu óskir
hjarta sius anda í þessu órökstudda öskri hins sálsjúka
manns. Og nú brýzt yfir landið hafsjór nýrrar hcrnaðar-
tryllingar, blóðrómanlíkur og þjóðernishaturs. Hún tek-
ur undir i kór með foringjanum: ósigrandi her, skjót-
an vígbúnað, auðugar nýlendur, tortímingu þeirra þjóða,
sem standa í vegi fyrir lieimsyfirráðum Þýzkalands!
Nokkrir óðir glæpamenn, verðandi siðferðisleiðtogar
hinnar þýzku sálar, kveikja í ríkisþinghúsinu og beita
síðan allri hinni ótömdu orku samvizkulauss innrætis
til þess að demba ódáðaverkinu á saklausa menn og fá
þá líflátna. Á þeirri nóttu hefst svartamessa hinnar
heiðnu villimennsku um gervalt Þýzkaland. Nótt hins
langa rýtings er sigin yfir. Allar flóðgáttir dýrslegustu
eðlishvata þeytast upp á gátt. Hundruð þúsunda af jafn-
aðarmönnum, Gyðingum, friðarvinum, frjálslyndum
mönnum og visindafrömuðum, eru ekki aðeins lokaðir
i dýflissum og innibyrgðir i heilsulortímandi fangabúð-
um, heldur eru margir þeirra píndir, pyndaðir og kramd-
192