Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 196
Nazismanum hefir auðvitað ekki tekizt og mun tví-
mælalaust aldrei takast að bæta úr þeim þjóðfélags-
vandræðum, sem háðu Þýzkalandi. Menntun hefir hnign-
að. Námsfólki fækkað. Blöðin sálast hvert á fætur öðru
af kaupendaleysi. Bókmenntirnar eru orðnar ólesandi
rugl. Listin er stæling á Forn-Grikkjum. Leikhúslífi hef-
ir kopað. Flestir beztu rithöfundar og margir frægustu
leikarar og vísindamenn þjóðarinnar hafa flúið land.
Á almenningi liggur farg örbirgðar, kúgunar, ótta, von-
leysis og andlegrar úrkynjunar.
Þjóðverjar hafa hegðað sér á dögum mótlætisins eins
og móðursjúkar konur. Þeir hafa ekki verið gæddir
þeirri karlmennsku, sem þarf til þess að horfast í augu
við sitt eigið eðli, og þeir liafa ekki verið húnir nægi-
legu siðferðisþreki til þess að læra af reynslunni og
verða liyggnari menn. í stað hreinskilinnar sjálfspróf-
unar, hafa þeir reynt að loka augunum fyrir göllum
sínum og fyllzt forherðingu. 1 stað þess að beina rann-
sakandi athygli að meinsemdum síns eigin hugarfars
liafa þeir belgt sig upp með sjónlausum ofsa og kyn-
flokks-hatri, sem streitist við að gylla falsaðar dyggð-
ir með því að klína afleiðingum heimskulegs athæfis
á upplogna syndaseli. Og í stað þess að láta víti gamallar
flónsku sér að varnaði verða, endurtaka þeir sömu asna-
strikin með því að umsteypa allt hið andlega lif, alla
leið frá ungbarninu með tinsoldátann til milljónamorð-
ingjans í loftinu, til nýs veraldarblóðbaðs, er mun verða
að því skapi ægilegra en allar aðrar styrjaldir sem
morðtæknin er orðin fullkomnari og vandalisminn er
ofar í þeirri kynslóð, sem nú arkar út á vígvölluna. Og
Þjóðverjar hafa heitið menningunni, auk venjulegra
stríðstraktimenta, pestarbakteríum og sýktum flóm og
rottum. Og sá, sem efast um, að þeir efni þetta, hann
metur nazistiska miskunnsemi of háu verði í hlutfalli
við nazistiska framtakssemi.
Þannig snerust Þjóðverjar við sínum óförum í heims-
196