Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 200
um stauri skammt frá dyrunum. Þetta var húsið, sem
danski kaupmaðurinn byggði einu sinni.
Og fólkið tók eftir ýmsu rusli, sem liafði legið óra-
tíma ólireyft milli húsanna, ryðgaðar gjarðir lágu til
og frá, brotnir kassaræflar undir gluggunum, eða stamp-
ar og tunnur, hjá hrunninum ótal beyglaðar fötur, sum-
ar botnlausar, sem kastað liafði verið út á melinn, á
kamhinum þorskhausar og hvalbein eða beinahrúgur,
hryggir og þunnildi og dansandi maðkaflugur í kring.
Þetta hafði hingað til verið samgróið eðli þorpsins,
en nú tóku flestir eftir einhverjum óþverra eða drasli,
sem ekki átti að vera á þessum stað.
Honum hafði allt í einu dottið þetta í hug, — kóngin-
um, — að koma á skipinu sínu inn á einhvern fátæk-
legan fjörð, þar sem fólkið væri við sín daglegu störf.
Og svo fréttist það með simanum, að hann myndi stíga
á land í okkar fátæklega fiskiþorpi um kvöldið.
Fyrir nokkrum dögum hafði það frétzt úr símanum,
að kóngurinn væri kominn til landsins á stóru skipi, og
í fylgd með þvi væru tvö herskip og eitt þingmanna-
skip, og þessi floti hefði legið í blíðviðri á Reykjavíkur-
liöfn, meðan kóngurinn var í veizlu í landi. I Reykja-
vík liafði liann lieilsað ráðherranum og hæjarfógetan-
um á bryggjunni og gengið síðan gegnum sérstakt hlið,
nýmálað, vafið blómum, en telpur í hvítum kjólum liöfðu
kastað íslenzkum blómum fyrir fætur hans, og liann
hafði gengið á þeim.
Svo höfðu borizt sögur unr það, að hann væri hóg-
vær og af lijarta lílillátur. Hann hefði, til dæmis, geng-
ið inn í gamla Sölvhólsbæinn, sezt þar á rúmið og pant-
að rósavettlinga hjá konunni, en allir hinir hefðu beð-
ið fyrir utan á meðan. Og það var í frasögur fært, að
hann hefði tekið í nefið hjá bónda ofan af Kjalarnesi,
og keypt síðan af honum baukinn, sem var silfurbúin
ponta með kerlingarlagi, ættargripur austan úr Flóa og
engum falur, nema kónginum. Svo hefði hann látið vísa
200