Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 201
sér til járnsmiðs og keypt hjá honum þessar litlu skeif-
ur, sem smíðaðar eru á hina undraverðu, litlu, íslenzku
hrosshófa, og látið þau orð falla við járnsmiðinn, að
í Danmörku væri það hamingjumerki, að hafa skeifu
í liúsum sínum, og sá, sem smíðaði skeifur, væri liain-
ingjunnar smiður. Svo hefði hann gefið syni járnsmiðs-
ins póstkort af drottningunni.
Það fréttist líka, að fslendingar hefðu horft alvarlegir
og kurteisir á kónginn, hvar sem hann hefði farið, en
liann hefði hrosað í allar áttir.
Og nú ætlaði liann að koma hingað i kvöld, öðling-
urinn.
Þorpsbúar komu auga á óhreinindi, sem enginn liafði
fyr veitt athygli. Menn sáust á hlaupum með gjarða-
hrot og fötugarma, ryðgaða katla og aususkrifli, liolla-
hrot og skörðótta leirfanta, sem höfðu legið hingað og
þangað. Litlum kvartilum var stungið ofan í stór kvartil,
stömpum ofan í stórar tunnur, litlum kössum ofan i
stóra kassa. Sumir stöfluðu öllu óþverradrasli, sem þeim
tillieyrði, inn í kjallaraliolur sinar og voru lijálplegir
við náungann, eftir því sem húsrúm leyfði. Einstöku
menn komu með spónnýjar kassafjalir úr búðinni og
negldu fyrir kjallaragluggana, þar sem rúður voru brotn-
ar eða strigapokar héngu fyrir, svo að munur var að
sjá þá glugga á eftir, því að letrið á kassafjölunum
sýndi hið innilega verzlunarsamband Dana og fslend-
inga. „Otto Mfinsteds Mnrgarine“ stóð þar á fjölunum,
svo að kóngurinn þurfti ekki að efast um drottinlioll-
ustu, hér á útkjálka í ríki sínu. Svo datt einhverjum
í hug að finna snjókóstinn, sópa ögn af stéttinni og kring-
um liúsið. Brátt var farið að kósta kringum fleiri liús,
en þeir, sem enga kósta áttu, fengu þá með orðinu lán-
aða lijá náunganum. Loks var komið með fullar vatns-
fötur og skvett á heilu rúðurnar, sem að götunni vissu.
í þessu þorpi var hugvitsmaður, sem safnaði tönnum
201