Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 203
Bál uppi á Eyrartindi!
Himingnæfandi, háttlogandi eldstungur í kvöld-
húminu, þegar kóngurinnn liefði rennt inn á höfn-
ina.
Eldgos! Eldgos!
Nú var ekki langur tími til undirbúnings, þetta skyldi
framkvæmast. Og á samri stundu flaug hugmyndin um
eldgosið um allt þorpið, en kaupmaðurinn sendi til
nokkurra skuldugra þurrabúðarmanna og lét svo um
mælt, að liann óskaði eftir því, að þeir kæmi svo miklu
eldsneyti, sem mögulegt væri, upp á Eyrartind, hið allra
hráðasta. Hesta gátu þeir fengið til þess að hera bagg-
ana, svo langt sem hestar komust, en siðan yrðu þeir
að hera brennumatinn upp á fjallið. Og það fylgdi með,
að þeir fengju að minnsta kosti 4 krónur hver, ef þeir
gengju vel fram og kveiktu mj'ndarlegt bál, og það var
ekki svo litið, þvi að daglaunamenn fengu ekki nema
25 aura um timann.
Slíkt æfintýri keniur ekki fyrir nema einu sinni á
mannsæfinni í svona þorpi.
Það var um þetta leyti, sem pabbi kom af sjónum.
Og aldrei þessu vant, var ég ekki i fjörunni, til þess
að taka á móti honum. Það var í svo mörgu að snú-
ast uppi á eyrinni, og ég var farinn að sækja hnullungs-
steina, sem lágu til og frá kringum húsið okkar, og bera
þá i lirúgur. En þegar pabbi kom heim til þess að mat-
ast, fékk hann allar fréttirnar og skilaboðin frá kaup-
manninum.
Hann mataðist um stund þögull. Svo sagði liann, án
þess að líta upp:
— Hann þykist víst eiga í manni beinin.
En mamma sagði ekki neitt.
Svo bætti hann við:
— Fari hann i heitasta,
En ég skildi ekki livað pahbi átti við. Ég sá aðeins,
að hann var reiður við kaupmanninn út af einliverju
203