Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 204
gömlu, — liann var fölur og þreyttur, — hann var oft
hvíldarþurfi, þegar liann kom af sjónum.
Svo fór hann út.
Ekki löngu síðar liorfði ég á eftir 14 tómthúsmönn-
um rogast með stóreflis bagga upp úr þorpinu.
Pabbi var einn í þessum hópi.
Ég sá, að baggarnir hlutu að vera afarþungir, þeir
fóru illa á baki og böndin voru mjó. Burðarmennirnir
settu sig í kút og hölluðust áfram móti þunganum, svo
lögðu þeir upp hratta lilíðina, fet fyrir fet með smáhvíld-
um. Þetta voru flest rosknir menn og lúnir,margra barna
feður og syndugir fyrir ásjónu kaupmannsins. Auk þessa
voru yngri menn sendir með nokkra liesta, klyfjaða
drasli, — þeir gátu komist efst í grænu teigana.
Ég liorfði tárvotum augum eftir pabba út af tilhugs-
uninni:
Hann myndi þá ekki geta séð kónginn.
— En þarna kom fyrsta skipið fyrir nesið, — kon-
ungsskipið, og svo hvert af öðru, tvö, þrjú, fjögur, —
herskip, þingmannaskip, konungsskip.
— Sjá, stundin nálgast!
Það var farið að kvölda. Snemma um daginn hafði
rignt, svo stvtti upp og glaðnaði til, og hlíðarnar voru
svo grænar og fallegar eftir skúrina.
Fjörðurinn lá sléttur og gáralaus i kvöldblíðunni, sum-
staðar alveg upp að grænu grasinu á bökkunum, og skip-
in sýndust svo liá á vatninu, þar sem þau renndu inn
eftir firðinum um liáflæðina.
Þorpshúar voru flestir búnir að liafa fataskipti og
komnir út til þess að sjá allt, sem fram færi.
Þarna lágu þeir á höfninni, þessir ferlegu skroklcar
með mörgum gluggaröðum, stærri en nokkurt liús, hækk-
andi upp í lyftingu, þar sem skipstjórinn sjálfur stóð
með gylltar snúrur, gyllta l)orða og lmappa og lieiðurs-
merki.
204