Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 205
Skyldi vera hægt að þekkja kónginn frá skipstjóran-
um? Skipstjórinn réð á sjónum, en kóngurinn i landi.
Og allir hiðu með eftirvæntingu, þegar léttibátarnir
lögðu frá skipunum, einn eftir annan, fullir prúðbún-
um,tignum útlendingum, en hásetarnir réru fagurlega.
Það glóði á livít árablöðin.
Það var ekki ýkjastór liópur, sem beið eftir kóngin-
um, þarna á mölinni, því að þorpið var lítið. En það
var kurteis liópur, allir stóðu grandvarir og þegjandi
uppi við fiskliúsin. Nokkrir drengir, sem höfðu legið
á bryggjunni, áfjáðir við upsaveiðar um flæðina, hlýddu
tafarlaust og hættu veiðunum, þegar kaupmaðurinn
benti þeim að koma og standa hjá hinu fólkinu.
Svo steig kóngurinn á land, það var ekki um að vill-
ast, fótur hans snerti hryggjuna, sjá, gljáandi skór, fram-
mjór fótur, klæðisbuxur, kóngurinn steig fagurlega
eitt fótmálið eftir annað. Enginn kastaði blómum á veg-
inn, enginn hrópaði húrra, —- það var kvöldkyrrð og
friður og lotning yfir móttökunum, eins og vera har á
útkjálka. En In'áðum skyldi annað ske, hinn stórfeng-
legi atburður, — þess vegna gekk danski kaupmaðurinn
brosandi móti kónginum, tók í hendina á honum og
hneigði sig, eins og hann íiafði lært utanlands.
Siðan gekk kóngurinn við hlið ráðherra sins og kaup-
mannsins upp í þorpið, eftir hafnargötunni, þar sem
aðalhúsin stóðu. Öll önnur hús í þorpinu stóðu dreifð
yfir grundirnar og malarkambinn.
Og öll hersingin fylgdist með og horfði og hlustaði.
Allir sáu, hvernig hann steig áfram, hvernig hann Ijrosti,
öðlingurinn, sáu hrukkurnar á enninu og á gagnaug-
unum; sumir lieyrðu rödd lians, — hún var mjúk og
góðleg, sögðu þeir. Hann kunni að ganga, þessi, — þeir
læra að ganga í hernum með handleggina niður með
síðunum, í hernum hefir enginn hendurnar í buxnavös-
unum, vafasamt, hvort nokkur liefir þar buxnavasa.
Svona gengu þeir í hægðum. En þegar minnst varði
205