Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 206
beygði kóngurinn út af götunni, yfir á mölina, þar sem
litlu húsin stóðu, óregluleg og kúruleg, — þar sem hús-
ið mitt stóð. Hann geklc þar í hægðum og leit brosandi
til beggja handa, því að í gluggunum voru andlit á gægj-
um og sums staðar stóðu konur fyrir dyrum úti með
börn, sem ekki máttu fara langt. Þær ætluðu rétt að
sjá kónginn gegnum húsasundin, þegar liann færi þar
um, en nú var liann kominn alveg til þeirra og þær sáu»
að liann hafði yfirskegg.
Ég var í hópnum, sem elti.
Og mér er í minni geðshræringin, sem greip mig, þeg-
ar ég sá, að kóngurinn beygði heim að húsinu mínu og
staðnæmdist á stéttinni.
Þar stóð mamma fyrir utan þröskuldinn með tvö smá-
hörn við hliðina, saklaus, og átti sér einskis von. Hún
átti ekki heimangengt, en kom út, eins og aðrir, til þess
að sjá eitthvað tilsýndar. Hún stóð þarna föl og hor-
uð og veikluleg, nýstaðin upp úr legu og tekin til augn-
anna, berhöfðuð og þunnhærð. Hún var í dropóttri
dagtreyju með prjóna-þríhyrnu á lierðunum, svörtu
peysupilsi og röndóttri mittissvuntu, sem var gömul,
en margþvegin og hrein. Skinnskórnir hennar voru græn-
ir og nýir.
Mér fannst úlnliðir hennar ósköp grannir fram úr
ermunum og liandarbökin horuð og livit. Og ég sá, að
hún fiktaði eittlivað einkennilega niður með síðunum
og fáhnaði eftir höndum barnanna, — hún hefði víst
fegin viljað flýja inn, en þetta bar svo skyndilega að,
— hún stóð augliti til auglitis við kónginn í sallafin-
um, blásvörtum dýrindis flíkum, með fágað gullskraut
hér og þar, korða við lilið og stórfenglegt skrautdjásn
á höfðinu, sem livorki líktist hatti, liúfu eða kórónu
og enginn þar um slóðir vissi hvað hét. Og hann var
nýklipptur, rauður í skeggrótina, svolítið hrukkóttur, en
ljómandi af brosi.
Svo talaði hann eitthvað og beygði sig niður að litlu
206