Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 208
Og fólkið liorfði á.
En það þurfti svo sem ekki að furða sig á þvi, þó
að kóngurinn spyrði um algenga liluti, hérna úti á lijara
veraldar. Slíkir hlutir sáust ekki í Kaupmannaliöfn.
Þeir voru ekki alveg með blýsökkur og skaðræðisöngla
þar í höfuðhorginni, eða með blöndukúta, lýsisflöskur og
hvalbeinshlunna á torginu fyrir framan Amalíuborg. Og
liann var ekki á liverjum degi á ferð í ríki sínu, hann
hafði öðrum hnöppum að hneppa.
Kaupmaðurinn skýrði frá hverju einu, sem hann vissi.
Og áður en kóngurinn fór um borð, gaf hann ráðherr-
anum skipun um að skrifa nafn kaupmannsins á miða,
liann skyldi fá sína orðu fyrir þægilegheitin. En kaup-
maðurinn rétti hans liátign rostungstönn, — sú var úr
safni Tanna-Gríms, — og skyldi hún vera til minningar
um komuna. Siðan benti hann til fjallsins og lét kóng-
inn vita það, að þetta fjall, — þessi tindur, myndi lýsa
sem eldstólpi út í kvöldhúmið til dýrðar hans liátign,
og til þess að minna á liin lieimsfrægu eldfjöll sögu-
eyjarinnar. Það væri lítillæti hans hátignar að renna
sjónum sínum til fjallsins í kvöld.
Svo fór að liúma um kvöldið, þegar liið friða og vel-
búna lið fór aftur um borð í skipin.
Það var kyrrð og friður, sólskinslaust en milt, dimm-
blátt júlíkvöld.
Þorpsbúar stóðu í hópum úti og nú horfði fólk til
fjallsins, til þess að sjá það, sem kóngurinn átti að sjá.
Og svo fóru menn að sjá reyk á tindinum og meiri
reyk, slundum gaus upp svartur mökkur og dreifðist
eins og ský yfir tindinum.
Úti á skipunum stóð hersingin úli við borðstokkana
og starði á náttúruundrið. Og það er til mynd af kóng-
inum, þar sem liann stendur gleiður inni á miðju þil-
fari, með sjónaukann fyrir augunum, hugsandi um það,
hvernig eldsumbrotin hefjast, fyrst með svolítilli gufu
hvítleitri, svo meiri og meiri gufu, síðan reyk og loks
208