Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 209
kolsvörtum mekki, sem þyrlaöist út í himingeiminn. Já,
svona getur það gengið tímunum saman, meðan vatn-
ið er að soðna og jörðin að brenna, þangað til eldur-
inn sjálfur ljómar upp úr öllu. Og reykurinn á tind-
inum hélt áfram að líða út í kvöldblámann, — hann
var undanfari eldsins. Enginn gat séð sjálfan eld-
inn með berum augum, en kóngurinn kvaðst vera far-
inn að sjá neistaflug, svo meira neistaflug, þetta var
að verða undursamlegt náttúrufyrirhrigði. Og allir trúðu
því, að kóngurinn sæi rétt.
Svo héldu svartir skýjaflókarnir áfram að liðast upp
frá þessum himingnæfandi tindi, en margir höfðu séð
svona reykjarmökk áður. Og loksins, — loksins sáu
menn með berum augum, það sem kóngurinn var hú-
inn að sjá í sjónaukanum, logann sjálfan, flöktandi,
fálmandi út í loftið, gosið sjálft!
Nokkra stund logaði blíðlega í kvöldkyrrðinni, svo
gaus mökkurinn upp á ný, en kringum hálið voru
sveittir og bölvandi menn, sem reyndu að hressa log-
ann; þeir áttu að fá 4 kr. hver fyrir vikið, ef vel tæk-
ist, annars var ekki að treysta því, að þær yrðu nema
3. Og einn tómtliúsmaðurinn ærðist af sálarangist, nísti
tönnum, afmyndaði ásjónuna, greip ógurlegt liellubjarg
í kröftum reiðinnar og fleygði á bálið. En við það lið-
aðist hálkösturinn sundur og féll saman, en svartur og
draugalegur reykurinn sveipaðist um mennina og lypp-
aðist síðan upp í loftið. Svo settist maðurinn niður á
fjallsbrúnina, meðvitandi þess, að liann væri þræll, —
hann hengdi höfuðið og fæturnir löfðu fram af brún-
inni. Nú mátti enginn yrða á manninn, það gat riðið
á lífi lians, fyrir neðan var hengiflug, stall af stalli; en
líinir mennirnir þurrkuðu með húfufóðrinu, sviðatárin
og reykjarhræluna úr augunum, héldu síðan áfram
að hressa upp á logann til þess að vinna fyrir sínum
4 krónum.
— Fyrir andskotann, kallaði maðurinn á hrúninni og
20ÍI