Rauðir pennar - 07.12.1935, Blaðsíða 210
hresstist töluvert við orðið, en hélt áfram að herja hæl-
unum í brúnina, svo að smásteinar losnuðu.
En kóngurinn fór inn í ldefa sinn og skrifaði i ferða-
bókina:
— Ef eldfjöllin gjósa ekki fyrir oss, getum vér látið
oss nægja það, sem minna er, — liinn glaða, blíða loga,
sem kveiktur er af neista skilnings og drottinhollustu.
Þetta átti síðar að prentast, svo að íslendingar gætu
séð, að hann leit með velþóknun á reykinn, rétt eins
og Drottinn í Gamla-testamentinu leit á fórnarreyk
frumbýlinganna suður frá.
Rétt á eftir fór kóngurinn að hátta, eldurinn á fjalls-
tindinum dofnaði, og nokkru seinna kom pabhi heim,
illa til reika, úrvinda af þreytu, hruflaður og marinn
á kinnbeininu, treyjuermin lians var rifin og annar
handleggurinn marinn. Svo gat hann varla setzt fyrir
þrautum í bakinu. Hann liafði hrasað í klettunum með
seinustu byrðina, — þeir urðu að sækja þrjár byrðar
niður í hliðina, lán að ekki fór ver. Ásmundur gamli
meiddist þó meira, hann hrapaði niður af háum stalli,
það varð að reiða liann heim og styðja hann á hest-
inum.
Mamma liafði vakað, þó að hún væri lasin undan-
farið, og við vorum á fótum eldri börnin. Mamma var
eitthvað svo létt og kát, hún hlakkaði auðsjáanlega til
þess að segja pahba frá atburðinum.
Pabhi þvoði sér, dró andann djúpt og var þegjanda-
legur. En þegar mamma var búin að láta blautfiskinn
og kaffið á borðið, kom hún með þetta í lófa sínum.
— Heldurðu, að ég hafi átt erindi út fyrir dyrnar.
Kóngurinn lagði þetta í lófann á mér. Ég varð svo stand-
andi liissa, að ég nötraði á beinunum, þegar hann gekk
heim að stéttinni.
Og hún lét peningana renna á borðplötuna. Það voru
fimm tveggja krónu peningar, úr vasa kóngsins sjálfs.
210