Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 211
— Hann sagði, að ég skyldi eiga myndina af sér til
minningar um komuna hingað, bætti mamma við áður
en pabbi sagði nokkuð.
— Nú.
— Hann er höfðinglegur, sagði mamma.
Þá brauzt gremjan út lijá pabba, sem ég liafði kvið-
ið fyrir að kæmi eftir þessar þagnir.
— Það hefir liklega verið af bjartagæzku, eða hitt
þó heldur, sem lionum liefir verið vísað á þig sem
mesta vesalinginn á eyrinni, ölmusumanneskjuna, kross-
berann, beinagrindina.
Ég undraðist, livað þessi orð höfðu óumræðilega sær-
andi ábrif. Pabbi leit út undan sér á peningana og lét
fiskstykkin ofan í sig. Hann sagði ekki fleira, en ég
vorkenndi pabba. Þetta var gamall biturleiki, sem
brauzt út í þessum sáru orðum og ég vorkenndi mömmu,
þegar ég sá niðurlægingu hennar.
Pabbi borfði fram fyrir sig. Hann var undarlegur.
Ég hugsaði mér, að liann befði þoku fyrir augunum
og klukknahljóð fyrir eyrunum og inni í böfðinu væri
vélaglymur eða bamarsbljóð.
En mamma varð^á svipstundu nötrandi, óhamingju-
söm kona; brosið stirðnaði á andliti bennar, ég tók eft-
ir kipringi i efri vörinni, augun voru dökk, en andlit-
ið bvítt. Þetta birtist eitthvað svo undarlega í þögninni.
Og mamma fjarlægði peningana liljóðlaust, ég held, að
hún hafi látið þá í klút, seinna geymdi bún þá í lit-
illi öskju.
1 annað sinn særðist ég óumræðilega af þessari kon-
ungsgjöf.
Það var óvenjulega dimmt inni um þetta leyti, loft-
ið var líka óvenjulega svalt, þó hafði kvöldið verið
hlýtt og yndislegt. Ég flýtti mér að hátta i þessari öm-
urlegu kyrrð og grét ofsalega undir sængurhornið.
En myndirnar af kónginum og pabba stóðu mér fyr-
ir liugskotssjónum.
211