Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 212
Og næstu daga særði mig óaflátanlega þessi nagandi
liugsun: Hafði konungurinn leitt óhamingju yfir lieim-
ili mitt.
Ég fann það líka allt í kring um mig í þessu fáskrúð-
uga þorpi, að það var talað um þennan stóratburð, þeg-
ar kóngurinn lagði gjöfina í liönd móður minnar. Og
þó að mamma segði nábýliskonu sinni, að kóngurinn
hefði lagt í lófa sinn fimm tveggja krónu peninga, og
sú saga bærist frá húsi til liúss, var henni samt ekki
trúað. Það var i fyrsta sinn, sem ég komst að því, að
móðir mín væri sögð ljúga — liún laug á sjálfan kóng-
inn, hljómaði allsstaðar.
Ég hafði vakandi og næmt auga fyrir því, sem fram
fór milli pabba og mömmu. Þau töluðu saman, þegar
þau þurftu þess; en ekki bráði af mér fyr en löngu
seinna, þegar ég sá pabba kyssa mömmu einu sinni,
er hann kom af sjónum.
Mamma skoðaði aldrei myndina af kónginum í við-
urvist pabba, en ég tók eftir því, að hún var stundum
með öskjuna í einrúmi og tók peningana upp. Einu
sinni lofaði hún mér að skoða þessa gljáandi minnis-
peninga. Hún sagði þá, að við börnin hennar ætlum
að geyma þessa peninga, til minningar um sig, og ef
við yrðum einhverntíma rík, létum við kannske grafa
eitthvað á þá. Og peningarnir voru einmitt fimm eins
óg við systkinin.
Seinna komu vetrarkvöld, stundum löng og köld. Ég
man éftir einu.
Við systkinin voru biiin að bjúfra okkur undir tepp-
in og sængurnar, og mér var svolilið farið að hlýna á
fótunum. Þá tók ég eftir því, að pabbi og mamma voru
að þrefa út af súrsaðri blóðmörssneið, sem við börnin
höfðuum skilið eftir. Mamrna vildi, að pabbi borðaði
sneiðina, lionum veitti ekki af því, og pabbi vildi, að
mamma tæki hana, hún hefði ekkert matast í kvöld.
212