Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 213
Og sneiðin lá óhreyfð, en mig furðaði ekkert á þvi,
— ég vissi, að hún var eldsúr.
Svo urðu þagnir í samtalinu og ég uppgötvaði, að
þau voru hæði þreytt og að pahbi var þreyttastur, þeg-
ar hann vann ekki. Þau fóru að tala um örðugleikana,
sem ég hafði reyndar hugmynd um áður. Pabbi kom
heim með púðursykur í litlum pokum og tók hara of-
boð lítinn kandísmola með kaffinu. Og stundum sótti
hann mópoka á bakinu langt inn í sveit. Vatnsgraut-
urinn var líka þynnri í vetur en nokkru sinni áður.
Ég var að hugleiða þetta, þegar ég heyrði að pahbi
sagði, að þessir peningar hefðu lokað öllum sundum.
— Minnispeningarnir?
— Já.
— Þeir hrökkva skammt, sagði mamma. Hún var
dauf.
— Það er sama. Ég þoli þetta ekki. Það segja all-
ir, að við eigum peninga.
— Hverjir?
— Allir, sem ég skulda. Kaupmaðurinn. Hann hefir
lokað, þó lagði ég meira inn heldur en í fyrra. Ég
verð að fá peningana. Ég kasta þeim heldur i sjóinn,
til þess að eiga ekki neitt.
— Þú tekur þá ekki, sagði mamma þrátt fyrir þetta.
Og ég fór að hugsa um, livort pabbi myndi ganga
að kistunni, taka upp öskjuna, bita saman jöxlunum
og kreista öskjuna sundur í linefanum.
En hann gerði það ekki.
í stað þess heyrði ég hann segja bljúglega litlu seinna,
eins og hann vildi ekki særa mömmu:
— Það má segja, að lif barnanna liggi við.
Og þá rann upp fyrir mér dásamleg sjón. Þau færð-
ust einhvernveginn saman og ég sá áreiðanlega, að þau
hölluðust hvort upp að öðru, hvísluðust á innilega, grétu
hljóðlega og elskuðu hvort annað, þrátt fyrir allt.
213